Fyrrverandi nemandi í Grunnskóla Grindavíkur: Skólagangan einkenndist af hræðslu og kvíða 9. apríl 2014 10:41 „Ég hélt að skólinn ætti að vera undirbúningur fyrir lífið og byggja mann upp. Í mínu tilfelli var það að brjóta mig niður fyrir lífið. Ég átti aldrei séns,“ segir Rúnar Þorgilsson, fyrrum nemandi í Grunnskóla Grindavíkur, sem varð fyrir miklu einelti af hálfu kennara síns.Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku er kennari í Grunnskóla Grindavíkur sakaður um að leggja nemendur sína í einelti. Sálfræðingar hafa staðfest að um einelti sé að ræða en þrátt fyrir það er kennarinn enn við störf í skólanum. Rúnar átti erfitt uppdráttar í námi og segir það hafa gert hann að vissu skotmarki fyrir kennarann. Kennarinn hafi valið þá sem áttu erfitt með lærdóm og ítrekað niðurlægt þá fyrir framan bekkjarfélaga. „Þessir tímar í skólagöngu minni einkenndust af hræðslu og kvíða.“ Eineltið stóð hvað hæst þegar Rúnar var kominn á efri stig grunnskólans. Hann tilkynnti það ekki og segir hann umræðu um einelti ekki hafa verið við lýði á þeim tíma. Eineltið var mest á árunum 1992-1994. „Núna þegar maður er orðinn eldri og orðinn faðir þá sér maður þetta með allt öðrum augum,“ segir Rúnar og leggur hann áherslu á að hann vilji hjálpa öðrum sem þurfa að ganga í gegnum það sama. Slæmar minningar frá skólagöngu Rúnars hafa áhrif á hann enn í dag. Hann hefur fengið slæm kvíðaköst og hefur leitað sér læknis- og sálfræðiþjónustu. „Skólagangan eyðilagði líf mitt. Ég er ekki með neina menntun og vinn í líkamlega erfið og illa borgum störf.“ Hann segist nú vera að vinna í sjálfum sér og vonast til að verða öðrum víti til varnar. „Þessi maður á ekki að starfa sem kennari. Það er nokkuð ljóst.“ Einelti virðist vera stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur. Samkvæmt könnun sem gerð var nýlega eru 53,2% foreldra ánægðir með eineltisáætlun skólans á sama tíma og landsmeðaltal er 79,3%. Þá töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðaltalið, eða 18,9% á móti 9,3%. Tengdar fréttir Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Ég hélt að skólinn ætti að vera undirbúningur fyrir lífið og byggja mann upp. Í mínu tilfelli var það að brjóta mig niður fyrir lífið. Ég átti aldrei séns,“ segir Rúnar Þorgilsson, fyrrum nemandi í Grunnskóla Grindavíkur, sem varð fyrir miklu einelti af hálfu kennara síns.Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku er kennari í Grunnskóla Grindavíkur sakaður um að leggja nemendur sína í einelti. Sálfræðingar hafa staðfest að um einelti sé að ræða en þrátt fyrir það er kennarinn enn við störf í skólanum. Rúnar átti erfitt uppdráttar í námi og segir það hafa gert hann að vissu skotmarki fyrir kennarann. Kennarinn hafi valið þá sem áttu erfitt með lærdóm og ítrekað niðurlægt þá fyrir framan bekkjarfélaga. „Þessir tímar í skólagöngu minni einkenndust af hræðslu og kvíða.“ Eineltið stóð hvað hæst þegar Rúnar var kominn á efri stig grunnskólans. Hann tilkynnti það ekki og segir hann umræðu um einelti ekki hafa verið við lýði á þeim tíma. Eineltið var mest á árunum 1992-1994. „Núna þegar maður er orðinn eldri og orðinn faðir þá sér maður þetta með allt öðrum augum,“ segir Rúnar og leggur hann áherslu á að hann vilji hjálpa öðrum sem þurfa að ganga í gegnum það sama. Slæmar minningar frá skólagöngu Rúnars hafa áhrif á hann enn í dag. Hann hefur fengið slæm kvíðaköst og hefur leitað sér læknis- og sálfræðiþjónustu. „Skólagangan eyðilagði líf mitt. Ég er ekki með neina menntun og vinn í líkamlega erfið og illa borgum störf.“ Hann segist nú vera að vinna í sjálfum sér og vonast til að verða öðrum víti til varnar. „Þessi maður á ekki að starfa sem kennari. Það er nokkuð ljóst.“ Einelti virðist vera stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur. Samkvæmt könnun sem gerð var nýlega eru 53,2% foreldra ánægðir með eineltisáætlun skólans á sama tíma og landsmeðaltal er 79,3%. Þá töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðaltalið, eða 18,9% á móti 9,3%.
Tengdar fréttir Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03