Fyrrverandi nemandi í Grunnskóla Grindavíkur: Skólagangan einkenndist af hræðslu og kvíða 9. apríl 2014 10:41 „Ég hélt að skólinn ætti að vera undirbúningur fyrir lífið og byggja mann upp. Í mínu tilfelli var það að brjóta mig niður fyrir lífið. Ég átti aldrei séns,“ segir Rúnar Þorgilsson, fyrrum nemandi í Grunnskóla Grindavíkur, sem varð fyrir miklu einelti af hálfu kennara síns.Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku er kennari í Grunnskóla Grindavíkur sakaður um að leggja nemendur sína í einelti. Sálfræðingar hafa staðfest að um einelti sé að ræða en þrátt fyrir það er kennarinn enn við störf í skólanum. Rúnar átti erfitt uppdráttar í námi og segir það hafa gert hann að vissu skotmarki fyrir kennarann. Kennarinn hafi valið þá sem áttu erfitt með lærdóm og ítrekað niðurlægt þá fyrir framan bekkjarfélaga. „Þessir tímar í skólagöngu minni einkenndust af hræðslu og kvíða.“ Eineltið stóð hvað hæst þegar Rúnar var kominn á efri stig grunnskólans. Hann tilkynnti það ekki og segir hann umræðu um einelti ekki hafa verið við lýði á þeim tíma. Eineltið var mest á árunum 1992-1994. „Núna þegar maður er orðinn eldri og orðinn faðir þá sér maður þetta með allt öðrum augum,“ segir Rúnar og leggur hann áherslu á að hann vilji hjálpa öðrum sem þurfa að ganga í gegnum það sama. Slæmar minningar frá skólagöngu Rúnars hafa áhrif á hann enn í dag. Hann hefur fengið slæm kvíðaköst og hefur leitað sér læknis- og sálfræðiþjónustu. „Skólagangan eyðilagði líf mitt. Ég er ekki með neina menntun og vinn í líkamlega erfið og illa borgum störf.“ Hann segist nú vera að vinna í sjálfum sér og vonast til að verða öðrum víti til varnar. „Þessi maður á ekki að starfa sem kennari. Það er nokkuð ljóst.“ Einelti virðist vera stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur. Samkvæmt könnun sem gerð var nýlega eru 53,2% foreldra ánægðir með eineltisáætlun skólans á sama tíma og landsmeðaltal er 79,3%. Þá töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðaltalið, eða 18,9% á móti 9,3%. Tengdar fréttir Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
„Ég hélt að skólinn ætti að vera undirbúningur fyrir lífið og byggja mann upp. Í mínu tilfelli var það að brjóta mig niður fyrir lífið. Ég átti aldrei séns,“ segir Rúnar Þorgilsson, fyrrum nemandi í Grunnskóla Grindavíkur, sem varð fyrir miklu einelti af hálfu kennara síns.Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku er kennari í Grunnskóla Grindavíkur sakaður um að leggja nemendur sína í einelti. Sálfræðingar hafa staðfest að um einelti sé að ræða en þrátt fyrir það er kennarinn enn við störf í skólanum. Rúnar átti erfitt uppdráttar í námi og segir það hafa gert hann að vissu skotmarki fyrir kennarann. Kennarinn hafi valið þá sem áttu erfitt með lærdóm og ítrekað niðurlægt þá fyrir framan bekkjarfélaga. „Þessir tímar í skólagöngu minni einkenndust af hræðslu og kvíða.“ Eineltið stóð hvað hæst þegar Rúnar var kominn á efri stig grunnskólans. Hann tilkynnti það ekki og segir hann umræðu um einelti ekki hafa verið við lýði á þeim tíma. Eineltið var mest á árunum 1992-1994. „Núna þegar maður er orðinn eldri og orðinn faðir þá sér maður þetta með allt öðrum augum,“ segir Rúnar og leggur hann áherslu á að hann vilji hjálpa öðrum sem þurfa að ganga í gegnum það sama. Slæmar minningar frá skólagöngu Rúnars hafa áhrif á hann enn í dag. Hann hefur fengið slæm kvíðaköst og hefur leitað sér læknis- og sálfræðiþjónustu. „Skólagangan eyðilagði líf mitt. Ég er ekki með neina menntun og vinn í líkamlega erfið og illa borgum störf.“ Hann segist nú vera að vinna í sjálfum sér og vonast til að verða öðrum víti til varnar. „Þessi maður á ekki að starfa sem kennari. Það er nokkuð ljóst.“ Einelti virðist vera stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur. Samkvæmt könnun sem gerð var nýlega eru 53,2% foreldra ánægðir með eineltisáætlun skólans á sama tíma og landsmeðaltal er 79,3%. Þá töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðaltalið, eða 18,9% á móti 9,3%.
Tengdar fréttir Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03