Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. apríl 2014 19:03 Kennari í Grunnskóla Grindavíkur sem gefið er að sök að hafa lagt nemendur sína í einelti er enn við störf í skólanum. Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Í öðru tilvikinu komust þeir að þeirri niðurstöðu að um staðfest einelti væri að ræða en í hinu var hegðun kennarans talin ámælisverð. Kennarinn er sakaður um að hafa niðurlægt viðkomandi nemendur ítrekað í kennslustofu fyrir framan samnemendur þeirra. Samnemendurnir tilkynntu eineltistilburði kennarans til umsjónakennara auk þess að senda tilkynningu í gegnum heimasíðu skólans. „Kennarinn hefur starfað við skólann í um þrjá áratugi. Deildarstjórinn er eiginkona hans og aðstoðarskólastjóri góðvinkona hans til margra ára. Þessi tengsl gætu skýrt þessa þöggun sem er að eiga sér stað auk annarra tengsla inni í stjórnkerfi bæjarins," segir móðir þess barns sem orðið hefur fyrir staðfestu einelti að mati sálfræðings. Kennaranum var vikið tímabundið frá störfum á meðan fyrra málið var tekið til skoðunar hjá fagaðilum í desember síðastliðnum. Kennarinn tók aftur til starfa í byrjun mars á meðan hitt eineltistilfellið var til skoðunar. Hóf hann meðal annars kennslu á nýjan leik í bekk þess nemanda. Þó hafði skýrsla sálfræðings staðfest ámælisverða hegðun og ofbeldi gagnvart nemandanum. Nemendur hætta í skólanum Foreldrar nemendanna, sem hvorki vilja láta nafns síns né barna sinna getið, telja að um þöggun sé að ræða. Börn þeirra hafa ekki mætt í skólann þar sem kennarinn er enn við störf. Nemandinn sem varð fyrir staðfestu einelti er kominn í annan skóla. Hinn nemandinn, sem varð fyrir ámælisverðri hegðun af hendi kennarans, er kominn í einkakennslu ásamt öðrum nemanda sem treystir sér ekki að sækja kennslustundir viðkomandi nemenda. Einkakennslan er í formi sjúkrakennslu á skólaskrifstofu, tíu kennslustundir í viku. „Grindavík er okkar bær. Hér hefur okkur liðið vel enda yfirleitt mjög gott fólk. Það er hinsvegar mjög erfitt að búa hér við þessar aðstæður. Það verður eitthvað að gerast. það gengur ekki að börn eigi á hættu að verða fyrir ofbeldi í grunnskólanum,“ segir móðir annars barnsins. Hún bendir á að engin viðbragðsáætlun hafi verið til er mál barns síns hafi komið upp í október 2013. Þá hafi skólayfirvöld haft snöggar hendur og komið henni á koppinn í nóvember.Óheppinn að velja barnið mitt„Hann var bara svo óheppinn að velja barnið mitt. Hann hefur alltaf komist upp með að velja börn sem minna mega sína. Það fær ekki að viðgangast lengur,“ segir móðirin. Hún segir ómögulegt að skólinn standi ekki öllum nemendum opinn eins og staðan sé í dag. „Kennsla utan skóla ýtir undir félagslega einangrun og þá tilfinningu að þau séu vandamálið en ekki kennarinn," segir móðirin. Hún minnir á að í skýrslunum komi fram að kvartanir nemendanna tveggja hafi verið réttmætar.Eldri nemendur stíga fram Nemendur frá fyrri tíð hafa stigið fram og sagt frá andlegu ofbeldi af hendi sama kennara. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. Mál þetta er annað eineltismálið sem kemur upp í skólanum á stuttum tíma. Fyrrverandi skólastjóri í skólanum var sakaður um að hafa lagt kennara í einelti. Þrír sálfræðingar skoðuðu málið sem DV fjallaði um á sínum tíma. Staðfestu þeir að um einelti hefði verið að ræða. Einelti virðist vera nokkuð stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur ef marka má niðurstöður viðhorfskannana nemenda, foreldra og starfsfólks skólans skólaárið 2012-2013. Þar kemur fram að ánægja foreldra með eineltisáætlun skólans hafi verið 53,2% á sama tíma og landsmeðaltal sé 79,3%. Sömuleiðis töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðalið eða 18,9% á móti 9,3%. Hvorki Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, né Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Viðkomandi kennari vill heldur ekkert láta hafa eftir sér um málið. Tengdar fréttir Kennari lagður í einelti af skólastjóra Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Bærinn dæmdur til greiðslu miskabóta. 6. desember 2013 15:23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Kennari í Grunnskóla Grindavíkur sem gefið er að sök að hafa lagt nemendur sína í einelti er enn við störf í skólanum. Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Í öðru tilvikinu komust þeir að þeirri niðurstöðu að um staðfest einelti væri að ræða en í hinu var hegðun kennarans talin ámælisverð. Kennarinn er sakaður um að hafa niðurlægt viðkomandi nemendur ítrekað í kennslustofu fyrir framan samnemendur þeirra. Samnemendurnir tilkynntu eineltistilburði kennarans til umsjónakennara auk þess að senda tilkynningu í gegnum heimasíðu skólans. „Kennarinn hefur starfað við skólann í um þrjá áratugi. Deildarstjórinn er eiginkona hans og aðstoðarskólastjóri góðvinkona hans til margra ára. Þessi tengsl gætu skýrt þessa þöggun sem er að eiga sér stað auk annarra tengsla inni í stjórnkerfi bæjarins," segir móðir þess barns sem orðið hefur fyrir staðfestu einelti að mati sálfræðings. Kennaranum var vikið tímabundið frá störfum á meðan fyrra málið var tekið til skoðunar hjá fagaðilum í desember síðastliðnum. Kennarinn tók aftur til starfa í byrjun mars á meðan hitt eineltistilfellið var til skoðunar. Hóf hann meðal annars kennslu á nýjan leik í bekk þess nemanda. Þó hafði skýrsla sálfræðings staðfest ámælisverða hegðun og ofbeldi gagnvart nemandanum. Nemendur hætta í skólanum Foreldrar nemendanna, sem hvorki vilja láta nafns síns né barna sinna getið, telja að um þöggun sé að ræða. Börn þeirra hafa ekki mætt í skólann þar sem kennarinn er enn við störf. Nemandinn sem varð fyrir staðfestu einelti er kominn í annan skóla. Hinn nemandinn, sem varð fyrir ámælisverðri hegðun af hendi kennarans, er kominn í einkakennslu ásamt öðrum nemanda sem treystir sér ekki að sækja kennslustundir viðkomandi nemenda. Einkakennslan er í formi sjúkrakennslu á skólaskrifstofu, tíu kennslustundir í viku. „Grindavík er okkar bær. Hér hefur okkur liðið vel enda yfirleitt mjög gott fólk. Það er hinsvegar mjög erfitt að búa hér við þessar aðstæður. Það verður eitthvað að gerast. það gengur ekki að börn eigi á hættu að verða fyrir ofbeldi í grunnskólanum,“ segir móðir annars barnsins. Hún bendir á að engin viðbragðsáætlun hafi verið til er mál barns síns hafi komið upp í október 2013. Þá hafi skólayfirvöld haft snöggar hendur og komið henni á koppinn í nóvember.Óheppinn að velja barnið mitt„Hann var bara svo óheppinn að velja barnið mitt. Hann hefur alltaf komist upp með að velja börn sem minna mega sína. Það fær ekki að viðgangast lengur,“ segir móðirin. Hún segir ómögulegt að skólinn standi ekki öllum nemendum opinn eins og staðan sé í dag. „Kennsla utan skóla ýtir undir félagslega einangrun og þá tilfinningu að þau séu vandamálið en ekki kennarinn," segir móðirin. Hún minnir á að í skýrslunum komi fram að kvartanir nemendanna tveggja hafi verið réttmætar.Eldri nemendur stíga fram Nemendur frá fyrri tíð hafa stigið fram og sagt frá andlegu ofbeldi af hendi sama kennara. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. Mál þetta er annað eineltismálið sem kemur upp í skólanum á stuttum tíma. Fyrrverandi skólastjóri í skólanum var sakaður um að hafa lagt kennara í einelti. Þrír sálfræðingar skoðuðu málið sem DV fjallaði um á sínum tíma. Staðfestu þeir að um einelti hefði verið að ræða. Einelti virðist vera nokkuð stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur ef marka má niðurstöður viðhorfskannana nemenda, foreldra og starfsfólks skólans skólaárið 2012-2013. Þar kemur fram að ánægja foreldra með eineltisáætlun skólans hafi verið 53,2% á sama tíma og landsmeðaltal sé 79,3%. Sömuleiðis töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðalið eða 18,9% á móti 9,3%. Hvorki Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, né Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Viðkomandi kennari vill heldur ekkert láta hafa eftir sér um málið.
Tengdar fréttir Kennari lagður í einelti af skólastjóra Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Bærinn dæmdur til greiðslu miskabóta. 6. desember 2013 15:23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Kennari lagður í einelti af skólastjóra Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Bærinn dæmdur til greiðslu miskabóta. 6. desember 2013 15:23