Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. apríl 2014 19:03 Kennari í Grunnskóla Grindavíkur sem gefið er að sök að hafa lagt nemendur sína í einelti er enn við störf í skólanum. Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Í öðru tilvikinu komust þeir að þeirri niðurstöðu að um staðfest einelti væri að ræða en í hinu var hegðun kennarans talin ámælisverð. Kennarinn er sakaður um að hafa niðurlægt viðkomandi nemendur ítrekað í kennslustofu fyrir framan samnemendur þeirra. Samnemendurnir tilkynntu eineltistilburði kennarans til umsjónakennara auk þess að senda tilkynningu í gegnum heimasíðu skólans. „Kennarinn hefur starfað við skólann í um þrjá áratugi. Deildarstjórinn er eiginkona hans og aðstoðarskólastjóri góðvinkona hans til margra ára. Þessi tengsl gætu skýrt þessa þöggun sem er að eiga sér stað auk annarra tengsla inni í stjórnkerfi bæjarins," segir móðir þess barns sem orðið hefur fyrir staðfestu einelti að mati sálfræðings. Kennaranum var vikið tímabundið frá störfum á meðan fyrra málið var tekið til skoðunar hjá fagaðilum í desember síðastliðnum. Kennarinn tók aftur til starfa í byrjun mars á meðan hitt eineltistilfellið var til skoðunar. Hóf hann meðal annars kennslu á nýjan leik í bekk þess nemanda. Þó hafði skýrsla sálfræðings staðfest ámælisverða hegðun og ofbeldi gagnvart nemandanum. Nemendur hætta í skólanum Foreldrar nemendanna, sem hvorki vilja láta nafns síns né barna sinna getið, telja að um þöggun sé að ræða. Börn þeirra hafa ekki mætt í skólann þar sem kennarinn er enn við störf. Nemandinn sem varð fyrir staðfestu einelti er kominn í annan skóla. Hinn nemandinn, sem varð fyrir ámælisverðri hegðun af hendi kennarans, er kominn í einkakennslu ásamt öðrum nemanda sem treystir sér ekki að sækja kennslustundir viðkomandi nemenda. Einkakennslan er í formi sjúkrakennslu á skólaskrifstofu, tíu kennslustundir í viku. „Grindavík er okkar bær. Hér hefur okkur liðið vel enda yfirleitt mjög gott fólk. Það er hinsvegar mjög erfitt að búa hér við þessar aðstæður. Það verður eitthvað að gerast. það gengur ekki að börn eigi á hættu að verða fyrir ofbeldi í grunnskólanum,“ segir móðir annars barnsins. Hún bendir á að engin viðbragðsáætlun hafi verið til er mál barns síns hafi komið upp í október 2013. Þá hafi skólayfirvöld haft snöggar hendur og komið henni á koppinn í nóvember.Óheppinn að velja barnið mitt„Hann var bara svo óheppinn að velja barnið mitt. Hann hefur alltaf komist upp með að velja börn sem minna mega sína. Það fær ekki að viðgangast lengur,“ segir móðirin. Hún segir ómögulegt að skólinn standi ekki öllum nemendum opinn eins og staðan sé í dag. „Kennsla utan skóla ýtir undir félagslega einangrun og þá tilfinningu að þau séu vandamálið en ekki kennarinn," segir móðirin. Hún minnir á að í skýrslunum komi fram að kvartanir nemendanna tveggja hafi verið réttmætar.Eldri nemendur stíga fram Nemendur frá fyrri tíð hafa stigið fram og sagt frá andlegu ofbeldi af hendi sama kennara. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. Mál þetta er annað eineltismálið sem kemur upp í skólanum á stuttum tíma. Fyrrverandi skólastjóri í skólanum var sakaður um að hafa lagt kennara í einelti. Þrír sálfræðingar skoðuðu málið sem DV fjallaði um á sínum tíma. Staðfestu þeir að um einelti hefði verið að ræða. Einelti virðist vera nokkuð stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur ef marka má niðurstöður viðhorfskannana nemenda, foreldra og starfsfólks skólans skólaárið 2012-2013. Þar kemur fram að ánægja foreldra með eineltisáætlun skólans hafi verið 53,2% á sama tíma og landsmeðaltal sé 79,3%. Sömuleiðis töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðalið eða 18,9% á móti 9,3%. Hvorki Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, né Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Viðkomandi kennari vill heldur ekkert láta hafa eftir sér um málið. Tengdar fréttir Kennari lagður í einelti af skólastjóra Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Bærinn dæmdur til greiðslu miskabóta. 6. desember 2013 15:23 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Kennari í Grunnskóla Grindavíkur sem gefið er að sök að hafa lagt nemendur sína í einelti er enn við störf í skólanum. Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Í öðru tilvikinu komust þeir að þeirri niðurstöðu að um staðfest einelti væri að ræða en í hinu var hegðun kennarans talin ámælisverð. Kennarinn er sakaður um að hafa niðurlægt viðkomandi nemendur ítrekað í kennslustofu fyrir framan samnemendur þeirra. Samnemendurnir tilkynntu eineltistilburði kennarans til umsjónakennara auk þess að senda tilkynningu í gegnum heimasíðu skólans. „Kennarinn hefur starfað við skólann í um þrjá áratugi. Deildarstjórinn er eiginkona hans og aðstoðarskólastjóri góðvinkona hans til margra ára. Þessi tengsl gætu skýrt þessa þöggun sem er að eiga sér stað auk annarra tengsla inni í stjórnkerfi bæjarins," segir móðir þess barns sem orðið hefur fyrir staðfestu einelti að mati sálfræðings. Kennaranum var vikið tímabundið frá störfum á meðan fyrra málið var tekið til skoðunar hjá fagaðilum í desember síðastliðnum. Kennarinn tók aftur til starfa í byrjun mars á meðan hitt eineltistilfellið var til skoðunar. Hóf hann meðal annars kennslu á nýjan leik í bekk þess nemanda. Þó hafði skýrsla sálfræðings staðfest ámælisverða hegðun og ofbeldi gagnvart nemandanum. Nemendur hætta í skólanum Foreldrar nemendanna, sem hvorki vilja láta nafns síns né barna sinna getið, telja að um þöggun sé að ræða. Börn þeirra hafa ekki mætt í skólann þar sem kennarinn er enn við störf. Nemandinn sem varð fyrir staðfestu einelti er kominn í annan skóla. Hinn nemandinn, sem varð fyrir ámælisverðri hegðun af hendi kennarans, er kominn í einkakennslu ásamt öðrum nemanda sem treystir sér ekki að sækja kennslustundir viðkomandi nemenda. Einkakennslan er í formi sjúkrakennslu á skólaskrifstofu, tíu kennslustundir í viku. „Grindavík er okkar bær. Hér hefur okkur liðið vel enda yfirleitt mjög gott fólk. Það er hinsvegar mjög erfitt að búa hér við þessar aðstæður. Það verður eitthvað að gerast. það gengur ekki að börn eigi á hættu að verða fyrir ofbeldi í grunnskólanum,“ segir móðir annars barnsins. Hún bendir á að engin viðbragðsáætlun hafi verið til er mál barns síns hafi komið upp í október 2013. Þá hafi skólayfirvöld haft snöggar hendur og komið henni á koppinn í nóvember.Óheppinn að velja barnið mitt„Hann var bara svo óheppinn að velja barnið mitt. Hann hefur alltaf komist upp með að velja börn sem minna mega sína. Það fær ekki að viðgangast lengur,“ segir móðirin. Hún segir ómögulegt að skólinn standi ekki öllum nemendum opinn eins og staðan sé í dag. „Kennsla utan skóla ýtir undir félagslega einangrun og þá tilfinningu að þau séu vandamálið en ekki kennarinn," segir móðirin. Hún minnir á að í skýrslunum komi fram að kvartanir nemendanna tveggja hafi verið réttmætar.Eldri nemendur stíga fram Nemendur frá fyrri tíð hafa stigið fram og sagt frá andlegu ofbeldi af hendi sama kennara. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. Mál þetta er annað eineltismálið sem kemur upp í skólanum á stuttum tíma. Fyrrverandi skólastjóri í skólanum var sakaður um að hafa lagt kennara í einelti. Þrír sálfræðingar skoðuðu málið sem DV fjallaði um á sínum tíma. Staðfestu þeir að um einelti hefði verið að ræða. Einelti virðist vera nokkuð stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur ef marka má niðurstöður viðhorfskannana nemenda, foreldra og starfsfólks skólans skólaárið 2012-2013. Þar kemur fram að ánægja foreldra með eineltisáætlun skólans hafi verið 53,2% á sama tíma og landsmeðaltal sé 79,3%. Sömuleiðis töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðalið eða 18,9% á móti 9,3%. Hvorki Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, né Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Viðkomandi kennari vill heldur ekkert láta hafa eftir sér um málið.
Tengdar fréttir Kennari lagður í einelti af skólastjóra Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Bærinn dæmdur til greiðslu miskabóta. 6. desember 2013 15:23 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Kennari lagður í einelti af skólastjóra Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Bærinn dæmdur til greiðslu miskabóta. 6. desember 2013 15:23