Hollendingurinn Arjen Robben rak síðasta naglann í kistu Man. Utd í kvöld og var að vonum kátur eftir leik.
"Þeir skora fyrsta markið og þá varð þetta snúið. Á endanum var því frábært að vinna 3-1," sagði Robben.
"Það var mjög mikilvægt að ná að jafna strax eins og við gerðum. Markið þeirra vakti okkur því fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik hjá okkur voru hrikalega lélegar. Það má ekki gerast í þessari keppni.
"Við vöknuðum og skoruðum þrjú mörk. Við vildum sækja en urðum alltaf að passa okkur á skyndisóknum þeirra."
Robben: Markið hjá Evra vakti okkur

Tengdar fréttir

Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið
Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli.

Bayern of stór biti fyrir Man. Utd | Sjáðu mörkin
Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-1 sigur á Man. Utd í kvöld í seinni leik liðanna. Fyrri leikurinn fór 1-1. Man. Utd komst í góða stöðu í leiknum en var fljótt að kasta forystunni frá sér.