Búllan opnar í Kaupmannahöfn Freyr Bjarnason skrifar 9. apríl 2014 07:00 Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kødbyen í Kaupmannahöfn í maí. Mynd/Atli Már Gylfason Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kaupmannahöfn í maí og eru framkvæmdir í fullum gangi þessa dagana. Rekstrarstjóri verður Valdimar Geir Halldórsson, sem er einn af eigendum fyrirtækisins Besta boð sem rekur samnefnda vefsíðu. Áður en hann flutti út átti hann helminginn í versluninni Macland og Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda, auk þess sem hann kom gistihúsinu Reykjavík Backpackers á laggirnar. Hann stundaði nám í Danmörku á yngri árum og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni. „Það er gaman að gera eitthvað íslenskt þótt maður búi erlendis,“ segir Valdimar Geir, aðspurður. Búllan verður staðsett við götuna Høkerboderne í Kødbyen, sem er gamalt iðnaðarsvæði við hliðina á Istegade sem hefur verið í uppbyggingu síðustu ár.Valdimar Geir Halldórsson.Dönsk yfirvöld lofuðu eigendum Búllunar að þeir fengju húsnæðið fyrir þremur árum en gáfu ekki grænt ljós á opnun fyrr en núna. „Svæðið er verndað og þeir vilja ekki að það komi allt þangað inn í einu. Strákarnir í Búllunni eru búnir að hafa þetta á bak við eyrað og um leið og það mátti fara af stað var þetta sett aftur í gang,“ segir Valdimar Geir. „Þetta er rosalega góð staðsetning fyrir okkur. Við erum umkringdir góðum stöðum og teljum okkur vera að bæta í flóruna sem er þarna í boði.“ Í Kødbyen eru ýmsar tegundir veitingastaða, bæði litlir og stórir. „Það er mjög mikið af góðum veitingastöðum þarna og svo koma skemmtilegir staðir inn á milli sem eru í léttari kantinum.“ Eigendur Búllunnar við Geirsgötu, feðgarnir Örn Hreinsson og Hreinn Ágústsson, eru mennirnir á bak við staðinn í Kaupmannahöfn. Stofnandi Búllunnar, Tómas Tómasson, á hlut í báðum stöðunum. „Það er alltaf gaman að vinna með aðilum sem hugsa vel um það sem þeir eru með í höndunum,“ segir Valdimar um samstarfsmennina. Sjálfur er hann nýkominn til Kaupmannahafnar frá London, þar sem hann kynnti sér starfsemi Búllunnar í stórborginni enda verður væntanlega í mörg horn að líta í kóngsins Köben. Opnar einnig í Berlín Útrás Búllunnar einskorðast ekki við Kaupmannahöfn og London, þar sem tveir staðir eru, heldur verður annað útibú opnað í Berlín um næstu mánaðarmót. Sá staður verður við Invalidenstrasse 160 í hverfinu Mitte í Austur-Berlín. Búið er að innrétta staðinn er beðið er eftir endanlegu leyfi til opnunar, að sögn Tómar Tómassonar.Tíu staðir á tíu árum Með stöðunum í Kaupmannahöfn og Berlín verða Hamborgarabúllurnar orðnar tíu á tíu árum. Fyrir eru útibú við Geirsgötu, Ofanleiti, Bankastræti, Bíldshöfða, í Hafnarfirði, á Selfossi og tvö í London. Fyrsti staðurinn var opnaður við Geirsgötuna í apríl 2004. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kaupmannahöfn í maí og eru framkvæmdir í fullum gangi þessa dagana. Rekstrarstjóri verður Valdimar Geir Halldórsson, sem er einn af eigendum fyrirtækisins Besta boð sem rekur samnefnda vefsíðu. Áður en hann flutti út átti hann helminginn í versluninni Macland og Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda, auk þess sem hann kom gistihúsinu Reykjavík Backpackers á laggirnar. Hann stundaði nám í Danmörku á yngri árum og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni. „Það er gaman að gera eitthvað íslenskt þótt maður búi erlendis,“ segir Valdimar Geir, aðspurður. Búllan verður staðsett við götuna Høkerboderne í Kødbyen, sem er gamalt iðnaðarsvæði við hliðina á Istegade sem hefur verið í uppbyggingu síðustu ár.Valdimar Geir Halldórsson.Dönsk yfirvöld lofuðu eigendum Búllunar að þeir fengju húsnæðið fyrir þremur árum en gáfu ekki grænt ljós á opnun fyrr en núna. „Svæðið er verndað og þeir vilja ekki að það komi allt þangað inn í einu. Strákarnir í Búllunni eru búnir að hafa þetta á bak við eyrað og um leið og það mátti fara af stað var þetta sett aftur í gang,“ segir Valdimar Geir. „Þetta er rosalega góð staðsetning fyrir okkur. Við erum umkringdir góðum stöðum og teljum okkur vera að bæta í flóruna sem er þarna í boði.“ Í Kødbyen eru ýmsar tegundir veitingastaða, bæði litlir og stórir. „Það er mjög mikið af góðum veitingastöðum þarna og svo koma skemmtilegir staðir inn á milli sem eru í léttari kantinum.“ Eigendur Búllunnar við Geirsgötu, feðgarnir Örn Hreinsson og Hreinn Ágústsson, eru mennirnir á bak við staðinn í Kaupmannahöfn. Stofnandi Búllunnar, Tómas Tómasson, á hlut í báðum stöðunum. „Það er alltaf gaman að vinna með aðilum sem hugsa vel um það sem þeir eru með í höndunum,“ segir Valdimar um samstarfsmennina. Sjálfur er hann nýkominn til Kaupmannahafnar frá London, þar sem hann kynnti sér starfsemi Búllunnar í stórborginni enda verður væntanlega í mörg horn að líta í kóngsins Köben. Opnar einnig í Berlín Útrás Búllunnar einskorðast ekki við Kaupmannahöfn og London, þar sem tveir staðir eru, heldur verður annað útibú opnað í Berlín um næstu mánaðarmót. Sá staður verður við Invalidenstrasse 160 í hverfinu Mitte í Austur-Berlín. Búið er að innrétta staðinn er beðið er eftir endanlegu leyfi til opnunar, að sögn Tómar Tómassonar.Tíu staðir á tíu árum Með stöðunum í Kaupmannahöfn og Berlín verða Hamborgarabúllurnar orðnar tíu á tíu árum. Fyrir eru útibú við Geirsgötu, Ofanleiti, Bankastræti, Bíldshöfða, í Hafnarfirði, á Selfossi og tvö í London. Fyrsti staðurinn var opnaður við Geirsgötuna í apríl 2004.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira