Búllan opnar í Kaupmannahöfn Freyr Bjarnason skrifar 9. apríl 2014 07:00 Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kødbyen í Kaupmannahöfn í maí. Mynd/Atli Már Gylfason Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kaupmannahöfn í maí og eru framkvæmdir í fullum gangi þessa dagana. Rekstrarstjóri verður Valdimar Geir Halldórsson, sem er einn af eigendum fyrirtækisins Besta boð sem rekur samnefnda vefsíðu. Áður en hann flutti út átti hann helminginn í versluninni Macland og Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda, auk þess sem hann kom gistihúsinu Reykjavík Backpackers á laggirnar. Hann stundaði nám í Danmörku á yngri árum og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni. „Það er gaman að gera eitthvað íslenskt þótt maður búi erlendis,“ segir Valdimar Geir, aðspurður. Búllan verður staðsett við götuna Høkerboderne í Kødbyen, sem er gamalt iðnaðarsvæði við hliðina á Istegade sem hefur verið í uppbyggingu síðustu ár.Valdimar Geir Halldórsson.Dönsk yfirvöld lofuðu eigendum Búllunar að þeir fengju húsnæðið fyrir þremur árum en gáfu ekki grænt ljós á opnun fyrr en núna. „Svæðið er verndað og þeir vilja ekki að það komi allt þangað inn í einu. Strákarnir í Búllunni eru búnir að hafa þetta á bak við eyrað og um leið og það mátti fara af stað var þetta sett aftur í gang,“ segir Valdimar Geir. „Þetta er rosalega góð staðsetning fyrir okkur. Við erum umkringdir góðum stöðum og teljum okkur vera að bæta í flóruna sem er þarna í boði.“ Í Kødbyen eru ýmsar tegundir veitingastaða, bæði litlir og stórir. „Það er mjög mikið af góðum veitingastöðum þarna og svo koma skemmtilegir staðir inn á milli sem eru í léttari kantinum.“ Eigendur Búllunnar við Geirsgötu, feðgarnir Örn Hreinsson og Hreinn Ágústsson, eru mennirnir á bak við staðinn í Kaupmannahöfn. Stofnandi Búllunnar, Tómas Tómasson, á hlut í báðum stöðunum. „Það er alltaf gaman að vinna með aðilum sem hugsa vel um það sem þeir eru með í höndunum,“ segir Valdimar um samstarfsmennina. Sjálfur er hann nýkominn til Kaupmannahafnar frá London, þar sem hann kynnti sér starfsemi Búllunnar í stórborginni enda verður væntanlega í mörg horn að líta í kóngsins Köben. Opnar einnig í Berlín Útrás Búllunnar einskorðast ekki við Kaupmannahöfn og London, þar sem tveir staðir eru, heldur verður annað útibú opnað í Berlín um næstu mánaðarmót. Sá staður verður við Invalidenstrasse 160 í hverfinu Mitte í Austur-Berlín. Búið er að innrétta staðinn er beðið er eftir endanlegu leyfi til opnunar, að sögn Tómar Tómassonar.Tíu staðir á tíu árum Með stöðunum í Kaupmannahöfn og Berlín verða Hamborgarabúllurnar orðnar tíu á tíu árum. Fyrir eru útibú við Geirsgötu, Ofanleiti, Bankastræti, Bíldshöfða, í Hafnarfirði, á Selfossi og tvö í London. Fyrsti staðurinn var opnaður við Geirsgötuna í apríl 2004. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kaupmannahöfn í maí og eru framkvæmdir í fullum gangi þessa dagana. Rekstrarstjóri verður Valdimar Geir Halldórsson, sem er einn af eigendum fyrirtækisins Besta boð sem rekur samnefnda vefsíðu. Áður en hann flutti út átti hann helminginn í versluninni Macland og Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda, auk þess sem hann kom gistihúsinu Reykjavík Backpackers á laggirnar. Hann stundaði nám í Danmörku á yngri árum og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni. „Það er gaman að gera eitthvað íslenskt þótt maður búi erlendis,“ segir Valdimar Geir, aðspurður. Búllan verður staðsett við götuna Høkerboderne í Kødbyen, sem er gamalt iðnaðarsvæði við hliðina á Istegade sem hefur verið í uppbyggingu síðustu ár.Valdimar Geir Halldórsson.Dönsk yfirvöld lofuðu eigendum Búllunar að þeir fengju húsnæðið fyrir þremur árum en gáfu ekki grænt ljós á opnun fyrr en núna. „Svæðið er verndað og þeir vilja ekki að það komi allt þangað inn í einu. Strákarnir í Búllunni eru búnir að hafa þetta á bak við eyrað og um leið og það mátti fara af stað var þetta sett aftur í gang,“ segir Valdimar Geir. „Þetta er rosalega góð staðsetning fyrir okkur. Við erum umkringdir góðum stöðum og teljum okkur vera að bæta í flóruna sem er þarna í boði.“ Í Kødbyen eru ýmsar tegundir veitingastaða, bæði litlir og stórir. „Það er mjög mikið af góðum veitingastöðum þarna og svo koma skemmtilegir staðir inn á milli sem eru í léttari kantinum.“ Eigendur Búllunnar við Geirsgötu, feðgarnir Örn Hreinsson og Hreinn Ágústsson, eru mennirnir á bak við staðinn í Kaupmannahöfn. Stofnandi Búllunnar, Tómas Tómasson, á hlut í báðum stöðunum. „Það er alltaf gaman að vinna með aðilum sem hugsa vel um það sem þeir eru með í höndunum,“ segir Valdimar um samstarfsmennina. Sjálfur er hann nýkominn til Kaupmannahafnar frá London, þar sem hann kynnti sér starfsemi Búllunnar í stórborginni enda verður væntanlega í mörg horn að líta í kóngsins Köben. Opnar einnig í Berlín Útrás Búllunnar einskorðast ekki við Kaupmannahöfn og London, þar sem tveir staðir eru, heldur verður annað útibú opnað í Berlín um næstu mánaðarmót. Sá staður verður við Invalidenstrasse 160 í hverfinu Mitte í Austur-Berlín. Búið er að innrétta staðinn er beðið er eftir endanlegu leyfi til opnunar, að sögn Tómar Tómassonar.Tíu staðir á tíu árum Með stöðunum í Kaupmannahöfn og Berlín verða Hamborgarabúllurnar orðnar tíu á tíu árum. Fyrir eru útibú við Geirsgötu, Ofanleiti, Bankastræti, Bíldshöfða, í Hafnarfirði, á Selfossi og tvö í London. Fyrsti staðurinn var opnaður við Geirsgötuna í apríl 2004.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira