Erlent

Fred Phelps við dauðans dyr

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Phelps árið 2008.
Phelps árið 2008. vísir/getty
Fred Phelps, stofnandi hinnar umdeildu Westboro-baptistakirkju í Kansas, er við dauðans dyr. Frá þessu greinir vefur Huffington Post og hefur það eftir Nate Phelps, syni Freds, að hann sé á líknardeild spítala í borginni Topeka.

Söfnuðurinn hefur vakið heimsathygli fyrir hatursfullan boðskap sinn og hafa hinir ýmsu hópar orðið fyrir barðinu á þeim. Má þar nefna samkynhneigða, fyrrverandi hermenn og Ísland. Hafa meðlimir safnaðarins mótmælt við útfarir og haldið á lofti skiltum með misjöfnum slagorðum á borð við „God hates fags“ og „God is your enemy“.

„Ég er ekki viss um hvað mér finnst um þetta,“ skrifar Nate á Facebook-síðu sína. „Ég er sorgmæddur vegna sársaukans sem hann hefur valdið öðrum og vegna þeirra sem munu missa föður sinn og afa sem þeim þótti vænt um. Og ég er reiður yfir því að fjölskylda mín meini þeim fjölskyldumeðlimum sem yfirgáfu söfnuðinn að hitta hann og kveðja.“ Þá segir hann að faðir sinn hafi verið útilokaður frá söfnuðinum í fyrra.

Westboro-baptistakirkjan var umfjöllunarefni heimildarmyndar breska sjónvarpsmannsins Louis Theroux, The Most Hated Family in America, en hana má sjá hér.

 



Margie Pehlps, einn meðlima kirkjunnar, spjallaði við Harmageddon árið 2011



Fleiri fréttir

Sjá meira


×