Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Linda Blöndal skrifar 14. september 2014 13:25 Sólveig Rán er ritari Morfís. Til vinstri er sigurlið Verzló í keppninni árið 2013. Mynd/Stjórn Morfís/Sólveig Rán Stefánsdóttir „Við viljum koma í veg fyrir kvenfyrirlitningu, klámkjaft og annað slíkt sem á engan veginn heima í ræðukeppni framhaldsskóla,“ segir í tilkynningu frá nýrri stjórn Morfís sem hefur gert breytingar á starfsháttum og venjum ræðukeppninnar. Breytingarnar sem Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, munu taka eru tilkomnar vegna mála sem hafa komið upp í keppninni þar sem „orðspor MORFÍS bar skaða af,“ eins og segir í tilkynningu. Sett hefur verið í lög keppninnar að hægt er að vísa frá bæði keppendum og þjálfurum sem sýna óæskilega hegðun í keppni eða við undirbúning þeirra, komi kæra til stjórnar. „Eftir seinasta keppnisár fundum við okkur knúin til að setja þetta sérstaklega í lög,“ segir Sólveig Rán Stefánsdóttir, ritari í stjórn Morfís. „Þannig getum við tekið strax á þessum málum og fólk sjái að þetta er ekki í boði. Við erum þá aðallega að vísa til atviks í keppni MÍ og MA nú í vor, en það hafa verið fleiri tilvik sem hafa ekki verið tilkynnt.“Greint var frá því á sínum tíma að liðsmenn Menntaskólans á Ísafirði voru ásakaðir um grófa kvenfyrirlitni í garð keppenda Menntaskólans á Akureyri. Sólveig segir að þessum breytingum sé vel tekið. Markmiðið með þeim sé að reisa orðspor keppninnar við og liður í því er einnig að taka á óstundvísi. „Það hefur verið þannig að keppnir hafa verið að hefjast hálftíma eftir settan tíma og það þykir orðið eðlilegt,“ segir Sólveig. „Það þykir líka eðlilegt að dómarar mæti kortéri of seint og keppendur jafnvel ekki mættir þegar keppni á að hefjast. Þetta er náttúrulega ekki boðlegt keppendum og skólanum sem eru að hýsa keppnirnar.“ Þá má nefna að fyrsta sinn í um áratug er kvenkyns formaður og kynjahlutföllin jöfn miðað við keppendur. Þá eru í fyrsta skiptið tveir fulltrúar úr landsbyggðarskólum í stjórn Morfís. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
„Við viljum koma í veg fyrir kvenfyrirlitningu, klámkjaft og annað slíkt sem á engan veginn heima í ræðukeppni framhaldsskóla,“ segir í tilkynningu frá nýrri stjórn Morfís sem hefur gert breytingar á starfsháttum og venjum ræðukeppninnar. Breytingarnar sem Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, munu taka eru tilkomnar vegna mála sem hafa komið upp í keppninni þar sem „orðspor MORFÍS bar skaða af,“ eins og segir í tilkynningu. Sett hefur verið í lög keppninnar að hægt er að vísa frá bæði keppendum og þjálfurum sem sýna óæskilega hegðun í keppni eða við undirbúning þeirra, komi kæra til stjórnar. „Eftir seinasta keppnisár fundum við okkur knúin til að setja þetta sérstaklega í lög,“ segir Sólveig Rán Stefánsdóttir, ritari í stjórn Morfís. „Þannig getum við tekið strax á þessum málum og fólk sjái að þetta er ekki í boði. Við erum þá aðallega að vísa til atviks í keppni MÍ og MA nú í vor, en það hafa verið fleiri tilvik sem hafa ekki verið tilkynnt.“Greint var frá því á sínum tíma að liðsmenn Menntaskólans á Ísafirði voru ásakaðir um grófa kvenfyrirlitni í garð keppenda Menntaskólans á Akureyri. Sólveig segir að þessum breytingum sé vel tekið. Markmiðið með þeim sé að reisa orðspor keppninnar við og liður í því er einnig að taka á óstundvísi. „Það hefur verið þannig að keppnir hafa verið að hefjast hálftíma eftir settan tíma og það þykir orðið eðlilegt,“ segir Sólveig. „Það þykir líka eðlilegt að dómarar mæti kortéri of seint og keppendur jafnvel ekki mættir þegar keppni á að hefjast. Þetta er náttúrulega ekki boðlegt keppendum og skólanum sem eru að hýsa keppnirnar.“ Þá má nefna að fyrsta sinn í um áratug er kvenkyns formaður og kynjahlutföllin jöfn miðað við keppendur. Þá eru í fyrsta skiptið tveir fulltrúar úr landsbyggðarskólum í stjórn Morfís.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira