Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fram - Þór 1-0 | Jóhannes tryggði Fram sinn fyrsta sigur Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardal skrifar 12. maí 2014 13:50 Fram er með eitt stig eftir tvo leiki. Vísir/Stefán Jóhannes Karl Guðjónsson tryggði Fram sigur á Þór og um leið fyrsta sigur liðsins í Pepsi-deild karla á tímabilinu með marki úr vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik þegar liðin mættust á gervigrasvellinum í Laugardalnum í kvöld. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Orri Freyr Hjaltalín brá Ósvaldi Jarli Traustasyni innan vítateigs, en Þórsarar voru ekki ánægðir með vítaspyrnudóminn, eins og svo marga aðra dóma Ívars Orra Kristjánssonar í leiknum. Hann var ekki merkilegur fótboltinn sem liðin buðu upp á í fyrri hálfleik. Framarar voru meira með boltann, en sóknaraðgerðir þeirra voru afar einhæfar. Leikmenn liðsins reyndu hvað eftir annað að stinga boltanum inn fyrir vörn Þórsara en án árangurs. Sóknarleikur Þórs var einnig slakur og afar ómarkviss. Heimamenn komust næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot Arnþórs Ara Atlasonar small í stöng Þórsmarksins á 37. mínútu. Það lifnaði heldur yfir leiknum í seinni hálfleik. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik; setti Kristinn Þór Björnsson og Halldór Orra Hjaltason inn fyrir Þórð Birgisson og Sigurð Marinó Kristjánsson sem höfðu varla sést í fyrri hálfleiknum. Páll Viðar færði einnig Jónas Björgvin Sigurbergsson framar á völlinn sem gerði mikið fyrir sóknarleik Þórsara, en Jónas var mjög öflugur í seinni hálfleik. Jónas átti t.a.m. gott skot rétt framhjá marki Fram, skömmu áður en vítaspyrnan var dæmd. Eftir mark Jóhannesar efldust Þórsarar og það var aðeins frábær markvarsla Ögmundar Kristinssonar sem kom í veg fyrir að gestirnir tækju forystuna þegar Orri Freyr átti fastan skalla að marki eftir hornspyrnu. Á 75. mínútu urðu Norðanmenn fyrir öðru áfalli þegar Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði liðsins, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Við það fór helsti krafturinn úr Þórsliðinu, Framarar héldu fengnum hlut og fögnuðu kærkomnum sigri. Góður sigur hjá Fram sem er komið með fjögur stig, en Þórsarar eru enn stigalausir á botni Pepsi-deildarinnar. Bjarni: Gaman að vinna fyrsta leikinnBjarni Guðjónsson, þjálfari Fram.Vísir/DaníelFram vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið bar sigurorð af Þór á gervigrasvellinum í Laugardal. En var Bjarna Guðjónssyni, þjálfara liðsins, létt að leik loknum? "Það var vissulega gaman að vinna. Það er ekki þungu fargi af mér létt, en það var gaman að vinna fyrsta leikinn." Fyrri hálfleikurinn var mjög rólegur, en það lifnaði yfir leiknum í þeim seinni. "Mér fannst við stjórna leiknum í fyrri hálfleik, við vorum meira með boltann en þeir voru mjög sterkir varnarlega, agaðir og við áttum erfitt með að komast í gegnum þykkan varnarmúr þeirra. Svo breyttum við aðeins í seinni hálfleik og fórum meira út á vængina og reyndum að komast aftur fyrir þá og þetta gekk betur í seinni hálfleik." "Ögmundur ver virkilega vel í seinni hálfleik. Hann bjargaði því að við fengjum á okkur mark, en ég var ánægður með varnarlínuna og þar kom reynslan hjá Tryggva Bjarnasyni sterk inn." Björgólfur Takefusa lék sinn fyrsta leik fyrir Fram í kvöld. Hvernig fannst Bjarna hann standa sig? "Ég var mjög ánægður með hann. Hann er í góðu formi, það vantar hugsanlega upp á leikformið hjá honum en það kemur hægt og rólega. Við þurfum að reyna að koma honum inn í hvern leik fyrir sig. En hann stóð sig vel og gerði það sem ætlast var til af honum. Björgólfur er frábær fótboltamaður og það er mikill fengur fyrir okkur að hafa fengið hann" sagði Bjarni að endingu. Páll Viðar: Kannaðist loks við mína menn"Það voru klárlega stóru dómararnir," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, um hvað hefði ráðið úrslitum í leiknum gegn Fram í kvöld. "Það var dæmt víti öðrum megin, en ekki hinum megin. Það kom glórulaus tækling - gult. Tvö léttvæg brot - rautt. Þetta skildi á milli, en þetta gat fallið báðum megin. Við áttum ekki síðri færi og upphlaup en þeir. En fyrst og fremst er ég ánægður að vera þjálfari hjá liði sem skilur allt eftir úti á vellinum. Ég kannaðist loks við mína menn í kvöld." Þórsarar léku betur í þessum leik, en í þeim tveim síðustu. Páll var ánægður með sína menn í kvöld. "Okkur sjálfum sárnaði frammistaða okkar í síðasta leik. Það býr hellingur í þessu liði og ef þetta fylgir með þá er ég mjög bjartsýnn á framhaldið. Ég var bara ánægður með það sem við lögðum í leikinn og því er enn sárara að hafa ekki fengið nein stig. Mér fannst við eiga færi á að ná í stig hér í dag." Þór hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni. Er Páll farinn að hafa áhyggjur? "Nei. Ég er miklu mun bjartsýnni núna en ég var fyrir leikinn, ég get alveg viðurkennt það. Við höfum verið í þessari stöðu áður og ég held að við getum bara horft fram á veginn. Best væri ef við yrðum afskrifaðir núna, það verður kannski þannig. Ég veit hins vegar að strákarnir eiga eftir að láta að sér kveða," sagði Páll að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson tryggði Fram sigur á Þór og um leið fyrsta sigur liðsins í Pepsi-deild karla á tímabilinu með marki úr vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik þegar liðin mættust á gervigrasvellinum í Laugardalnum í kvöld. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Orri Freyr Hjaltalín brá Ósvaldi Jarli Traustasyni innan vítateigs, en Þórsarar voru ekki ánægðir með vítaspyrnudóminn, eins og svo marga aðra dóma Ívars Orra Kristjánssonar í leiknum. Hann var ekki merkilegur fótboltinn sem liðin buðu upp á í fyrri hálfleik. Framarar voru meira með boltann, en sóknaraðgerðir þeirra voru afar einhæfar. Leikmenn liðsins reyndu hvað eftir annað að stinga boltanum inn fyrir vörn Þórsara en án árangurs. Sóknarleikur Þórs var einnig slakur og afar ómarkviss. Heimamenn komust næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot Arnþórs Ara Atlasonar small í stöng Þórsmarksins á 37. mínútu. Það lifnaði heldur yfir leiknum í seinni hálfleik. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik; setti Kristinn Þór Björnsson og Halldór Orra Hjaltason inn fyrir Þórð Birgisson og Sigurð Marinó Kristjánsson sem höfðu varla sést í fyrri hálfleiknum. Páll Viðar færði einnig Jónas Björgvin Sigurbergsson framar á völlinn sem gerði mikið fyrir sóknarleik Þórsara, en Jónas var mjög öflugur í seinni hálfleik. Jónas átti t.a.m. gott skot rétt framhjá marki Fram, skömmu áður en vítaspyrnan var dæmd. Eftir mark Jóhannesar efldust Þórsarar og það var aðeins frábær markvarsla Ögmundar Kristinssonar sem kom í veg fyrir að gestirnir tækju forystuna þegar Orri Freyr átti fastan skalla að marki eftir hornspyrnu. Á 75. mínútu urðu Norðanmenn fyrir öðru áfalli þegar Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði liðsins, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Við það fór helsti krafturinn úr Þórsliðinu, Framarar héldu fengnum hlut og fögnuðu kærkomnum sigri. Góður sigur hjá Fram sem er komið með fjögur stig, en Þórsarar eru enn stigalausir á botni Pepsi-deildarinnar. Bjarni: Gaman að vinna fyrsta leikinnBjarni Guðjónsson, þjálfari Fram.Vísir/DaníelFram vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið bar sigurorð af Þór á gervigrasvellinum í Laugardal. En var Bjarna Guðjónssyni, þjálfara liðsins, létt að leik loknum? "Það var vissulega gaman að vinna. Það er ekki þungu fargi af mér létt, en það var gaman að vinna fyrsta leikinn." Fyrri hálfleikurinn var mjög rólegur, en það lifnaði yfir leiknum í þeim seinni. "Mér fannst við stjórna leiknum í fyrri hálfleik, við vorum meira með boltann en þeir voru mjög sterkir varnarlega, agaðir og við áttum erfitt með að komast í gegnum þykkan varnarmúr þeirra. Svo breyttum við aðeins í seinni hálfleik og fórum meira út á vængina og reyndum að komast aftur fyrir þá og þetta gekk betur í seinni hálfleik." "Ögmundur ver virkilega vel í seinni hálfleik. Hann bjargaði því að við fengjum á okkur mark, en ég var ánægður með varnarlínuna og þar kom reynslan hjá Tryggva Bjarnasyni sterk inn." Björgólfur Takefusa lék sinn fyrsta leik fyrir Fram í kvöld. Hvernig fannst Bjarna hann standa sig? "Ég var mjög ánægður með hann. Hann er í góðu formi, það vantar hugsanlega upp á leikformið hjá honum en það kemur hægt og rólega. Við þurfum að reyna að koma honum inn í hvern leik fyrir sig. En hann stóð sig vel og gerði það sem ætlast var til af honum. Björgólfur er frábær fótboltamaður og það er mikill fengur fyrir okkur að hafa fengið hann" sagði Bjarni að endingu. Páll Viðar: Kannaðist loks við mína menn"Það voru klárlega stóru dómararnir," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, um hvað hefði ráðið úrslitum í leiknum gegn Fram í kvöld. "Það var dæmt víti öðrum megin, en ekki hinum megin. Það kom glórulaus tækling - gult. Tvö léttvæg brot - rautt. Þetta skildi á milli, en þetta gat fallið báðum megin. Við áttum ekki síðri færi og upphlaup en þeir. En fyrst og fremst er ég ánægður að vera þjálfari hjá liði sem skilur allt eftir úti á vellinum. Ég kannaðist loks við mína menn í kvöld." Þórsarar léku betur í þessum leik, en í þeim tveim síðustu. Páll var ánægður með sína menn í kvöld. "Okkur sjálfum sárnaði frammistaða okkar í síðasta leik. Það býr hellingur í þessu liði og ef þetta fylgir með þá er ég mjög bjartsýnn á framhaldið. Ég var bara ánægður með það sem við lögðum í leikinn og því er enn sárara að hafa ekki fengið nein stig. Mér fannst við eiga færi á að ná í stig hér í dag." Þór hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni. Er Páll farinn að hafa áhyggjur? "Nei. Ég er miklu mun bjartsýnni núna en ég var fyrir leikinn, ég get alveg viðurkennt það. Við höfum verið í þessari stöðu áður og ég held að við getum bara horft fram á veginn. Best væri ef við yrðum afskrifaðir núna, það verður kannski þannig. Ég veit hins vegar að strákarnir eiga eftir að láta að sér kveða," sagði Páll að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann