

Mappa með sönnunargögnum úr njósnamálinu sem rekið er gegn útgefendum slúðurblaðsins News of the World sýna að Vilhjálmur Bretaprins var meðal þeirra einstaklinga sem blaðið njósnaði um.
David Cameron forsætisráðherra Bretlands mun sitja fyrir svörum hjá Leveson nefndinni í allan dag.
Scotland Yard rannsakar nú hátt í 600 ný tilvik þar sem dagblaðið sáluga, News of the World, er sakað um símhleranir.
Saksóknari í Bretlandi tilkynnti í dag hverjir verða ákærðir í hinu svonefna símahlerunarmáli. Meða þeirra eru Andy Coulson, sem var ritstjóri News of the World blaðsins áður en hann gerðist fjölmiðlafulltrúi David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Rebekah Brooks, sem einnig var ritstjóri.
Breska götublaðið The Sun er í uppnámi eftir að lögreglan í Lundúnum handtók fimm blaðamenn hjá blaðinu á heimilum þeirra í morgun. Blaðamennirnir, eru á aldrinum 40 til 60 ára gamlir og meðal þeirra eru yfirmenn blaðsins.
Talhólf prinsanna Harry og Vilhjálms voru hleruð af blaðamönnum News of the World, þetta kom fram í réttarhöldum vegna hlerana blaðsins í dag.
Breska lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum götublaðsins The Sun í morgun stuttu eftir að hafa handtekið einn lögreglumann og fjóra starfsmenn blaðsins í tengslum við meintar mútugreiðslur.
Málaferli stendur nú yfir á milli bresku konungsfjölskyldunnar og slúðurblaðsins News of the World en blaðið á að hafa fengið tölvuþrjót til að hakka sig í símann hjá Vilhjálmi prins og ná þar í einkaskilaboð milli hans og Katrínar, núverandi eiginkonu hans.
Rebekah Brooks er sýknuð af ákærum um símahleranir, mútur og að hindra framgöngu réttlætis.
Rebekah Brooks, fyrrverandi framkvæmdastjóri vikublaðsins News of the World, hefur verið ákærð fyrir að hafa reynt að halda leyndum upplýsingum um símhleranir, sem stundaðar voru af blaðamönnum blaðsins.