Erlent

Brooks vísar ákærum á bug

Rebekah Brooks
Rebekah Brooks
Rebekah Brooks, fyrrverandi framkvæmdastjóri vikublaðsins News of the World, hefur verið ákærð fyrir að hafa reynt að halda leyndum upplýsingum um símhleranir, sem stundaðar voru af blaðamönnum blaðsins.

Hún sagði af sér í júlí síðastliðnum, eftir að upp komst um hleranirnar, og útgáfu blaðsins var hætt um svipað leyti.

Fimm aðrir hafa einnig verið ákærðir í málinu, þar á meðal eiginmaður hennar, Charlie Brooks. Brooks vísaði ákærunum á bug í gær og sagði þær út í hött.- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×