Erlent

Scotland Yard rannsakar símhleranir News of the World

Robert Murdoch
Robert Murdoch
Scotland Yard rannsakar nú hátt í 600 ný tilvik þar sem dagblaðið sáluga, News of the World, er sakað um símhleranir.

Eigandi blaðsins á sínum tíma, Rupert Murdoch hefur gengið illa að sannfæra almenning um að önnur fjölmiðlafyrirtæki í hans eigu séu ekki með óhreint mjöl í pokahorninu og bæta þessar nýju ásakanir á þann vanda.

News of the World var gefið út í 170 ár en var lagt niður 2011 í kjölfar uppljóstrana um að starfsmenn blaðsins hafi brotist inn í talhólf hjá Milly Dowler, breskrar unglingsstúlku sem var rænt og myrt, og eytt þar út talhólfsskilaboðum sem hefðu geta nýst við rannsókn málsins. Áður hafði blaðið verið sakað um fjölmörg álíka tilvik.

Málið kemur upp á versta tíma fyrir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands sem vinnur að því að fella tillögur verkamannaflokksins sem vill herða regluverkið tengdu blaðaútgáfu á Bretlandi.

Forráðamenn Verkamannaflokksins vilja að yfirvöld hafi auknar heimildir til að fylgjast með starfsháttum fjölmiðla á Bretlandi sem oft á tíðum hefur verið sökuð um að beita óvönduðum og stundum glæpsamlegum aðferðum við öflun frétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×