Erlent

Blaðamenn The Sun handteknir

Ungur maður að lesa The Sun sem er eitt vinsælasta blað Bretlands.
Ungur maður að lesa The Sun sem er eitt vinsælasta blað Bretlands. mynd/AFP
Breska lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum götublaðsins The Sun í morgun stuttu eftir að hafa handtekið einn lögreglumann og fjóra starfsmenn blaðsins í tengslum við meintar mútugreiðslur.

Lögreglan rannsakar nú hvort að lögreglumenn hafi þegið greiðslur fyrir að veita blaðamönnum upplýsingar. Blaðið er í eigu auðkýfingsins Ruperts Murdoch en málið teygir anga sína á rannsókn lögreglu á símhlerunum blaðamanna News of the World, sem var lagt niður í sumar, og er einnig í eigu auðkýfingsins.

News Corporation, sem rekur The Sun, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er að fjórir núverandi og fyrrum starfsmenn hafi verið handteknir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×