Erlent

Breska konungsfjölskyldan í málaferlum við News of the World

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hertogahjónin af Cambridge, Katrín Middleton og Vilhjálmur prins.
Hertogahjónin af Cambridge, Katrín Middleton og Vilhjálmur prins. Mynd/ AFP.
Málaferli stendur nú yfir á milli bresku konungsfjölskyldunnar og slúðurblaðsins News of the World  en blaðið á að hafa fengið tölvuþrjót til að hakka sig í símann hjá Vilhjálmi prins og ná þar í einkaskilaboð milli hans og Katrínar, núverandi eiginkonu hans.

Einkaskilaboðin bárust þeim árið 2006 en þar kom meðal annars fram að gælunafn Katrínar er „Baby“ og „Babykins“.

News of the World  réði á sínum tíma Glenn Mulcaire, einkaspæjara, til starfa sem fékk umrædd skilaboð en hann hefur nú játað verknaðinn.

Skilaboðin voru síðan í framhaldinu notuð í fréttum blaðsins þar sem Katrín var ávalt kölluð „Babykins“.

Í öðru skilaboði sem slúðarblaðið hefur undir höndum lýsir Vilhjálmur prins því þegar hann varð næstum því fyrir púðurskoti á heræfingu.

„Dagurinn í dag var mjög erfiður. Ég hef verið á hlaupum um skógi í Aldershot þar sem ég týndist meðal annars. Síðan gekk ég beint inn í skothríð á æfingasvæðinu og var næstum því skotinn, sem betur fer voru þetta púðurskot. Þetta var mjög vandræðalegt.“

Þetta kemur fram í skilaboðunum sem blaðið hefur undir höndum.

Yfirmenn News of the World eru sakaðir um að hafa mútað starfsmönnum konungsfjölskyldunnar og er það mál enn til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×