Innlent

Undirskriftarlisti til stuðnings kennara sem hefur verið sakaður um einelti

Samúel Karl Ólason skrifar
Grunnskóli Grindavíkur.
Grunnskóli Grindavíkur.
Opnaður hefur verið undirskriftarlisti til stuðnings kennara sem sakaður hefur verið um einelti gegn nemendum sínum í Grunnskóla Grindavíkur.

Tvær formlegar kvartanir hafa borist gegn kennaranum og þær hafa verið rannsakaðar af sálfræðingum. Í öðru tilvikinu komust þeir að þeirri niðurstöðu að um einelti hafi verið að ræða og í hinu atvikinu var hegðun hans talin ámælisverð.

Undirskriftalistinn gengur undir nafninu: Viljum gefa viðkomandi kennara séns og var opnaður fyrir þremur dögum.

Á síðunni eru þeir hvattir til að skrifa undir, sem vilja að viðkomandi kennari fái tækifæri til að bæta sig og virða alla nemendur jafnt og haldi áfram störfum við Grunnskóla Grindavíkur.

Þó er bætt við að einstaklingar sem vita ekki um hvað málið snýst eða þekkja ekki kennarann eigi ekki að skrifa undir listann.

Þegar þetta er skrifað hafa 26 manns skrifað undir.

Kennarinn hefur kennt í skólanum í um þrjá áratugi og fyrrverandi nemendur hafa stigið fram og kvartað yfir einelti hans.


Tengdar fréttir

Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann

Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×