Innlent

Einelti í Grindavík: Skólastjórinn leitar sátta

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Grunnskóli Grindavíkur.
Grunnskóli Grindavíkur.
Skólastjórinn í Grunnaskóla Grindavíkur, hefur sent foreldrum barnsins sem varð fyrir einelti af hálfu kennara síns tillögu til sáttar.

„Ég vil bregðast við þessu með að fara yfir stundatöflu nemandans og kennarans til þess að fara yfir hversu marga tíma er þarna um að ræða. Hugmynd mín er að færa námshópa kennarans í aðra stofu til að eyða þessum árekstrum,“ segir í tillögu Halldóru K. Magnúsdóttur, skólastjóra í Grunnskóla Grindavíkur.

Þá býður hún uppá að skólinn hlutist til um að finna fyrir nemandann sálfræðing sem hefur sérhæft sig í úrvinnslu eineltismála.

„Skólinn mun í samráði við viðkomandi sérfræðing bjóða uppá ákveðinn fjölda tíma, með það að markmiði að hjálpa nemandanum eins og kostur er að vinna úr þeirri erfiðu reynslu sem hann hefur orðið fyrir.“

Móðir nemandans er ósátt við tillögurnar.

„Ég held stundum að skólastjórinn sé að reyna að snúa dæminu við, eins og ég og barnið mitt höfum gert eitthvað af okkur en ekki kennarinn.“

Vísir greindi frá því fyrr í þessum mánuði að kennari í Grunnskóla Grindavíkur hafi fundist sekur um að leggja nemanda sinn í einelti. Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa verið til rannsóknar hjá sálfræðingnum. Í öðru tilvikinu komust þeir að þeirri niðurstöðu að um staðfest einelti væri að ræða en í hinu tilfellinu var hegðum kennarans talin ámælisverð.

Kennarinn hefur óskað eftir sáttafundi með foreldrum nemandans.

„Það er endalaus þöggun um að allt eigi að líta svo vel út og enn í dag vita nemendur í grunnskólanum ekki af því að um einelti sé að ræða,“ segir móðirin.


Tengdar fréttir

Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann

Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×