Fyrrverandi nemandi í Grunnskóla Grindavíkur: Skólagangan einkenndist af hræðslu og kvíða 9. apríl 2014 10:41 „Ég hélt að skólinn ætti að vera undirbúningur fyrir lífið og byggja mann upp. Í mínu tilfelli var það að brjóta mig niður fyrir lífið. Ég átti aldrei séns,“ segir Rúnar Þorgilsson, fyrrum nemandi í Grunnskóla Grindavíkur, sem varð fyrir miklu einelti af hálfu kennara síns.Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku er kennari í Grunnskóla Grindavíkur sakaður um að leggja nemendur sína í einelti. Sálfræðingar hafa staðfest að um einelti sé að ræða en þrátt fyrir það er kennarinn enn við störf í skólanum. Rúnar átti erfitt uppdráttar í námi og segir það hafa gert hann að vissu skotmarki fyrir kennarann. Kennarinn hafi valið þá sem áttu erfitt með lærdóm og ítrekað niðurlægt þá fyrir framan bekkjarfélaga. „Þessir tímar í skólagöngu minni einkenndust af hræðslu og kvíða.“ Eineltið stóð hvað hæst þegar Rúnar var kominn á efri stig grunnskólans. Hann tilkynnti það ekki og segir hann umræðu um einelti ekki hafa verið við lýði á þeim tíma. Eineltið var mest á árunum 1992-1994. „Núna þegar maður er orðinn eldri og orðinn faðir þá sér maður þetta með allt öðrum augum,“ segir Rúnar og leggur hann áherslu á að hann vilji hjálpa öðrum sem þurfa að ganga í gegnum það sama. Slæmar minningar frá skólagöngu Rúnars hafa áhrif á hann enn í dag. Hann hefur fengið slæm kvíðaköst og hefur leitað sér læknis- og sálfræðiþjónustu. „Skólagangan eyðilagði líf mitt. Ég er ekki með neina menntun og vinn í líkamlega erfið og illa borgum störf.“ Hann segist nú vera að vinna í sjálfum sér og vonast til að verða öðrum víti til varnar. „Þessi maður á ekki að starfa sem kennari. Það er nokkuð ljóst.“ Einelti virðist vera stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur. Samkvæmt könnun sem gerð var nýlega eru 53,2% foreldra ánægðir með eineltisáætlun skólans á sama tíma og landsmeðaltal er 79,3%. Þá töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðaltalið, eða 18,9% á móti 9,3%. Tengdar fréttir Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Ég hélt að skólinn ætti að vera undirbúningur fyrir lífið og byggja mann upp. Í mínu tilfelli var það að brjóta mig niður fyrir lífið. Ég átti aldrei séns,“ segir Rúnar Þorgilsson, fyrrum nemandi í Grunnskóla Grindavíkur, sem varð fyrir miklu einelti af hálfu kennara síns.Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku er kennari í Grunnskóla Grindavíkur sakaður um að leggja nemendur sína í einelti. Sálfræðingar hafa staðfest að um einelti sé að ræða en þrátt fyrir það er kennarinn enn við störf í skólanum. Rúnar átti erfitt uppdráttar í námi og segir það hafa gert hann að vissu skotmarki fyrir kennarann. Kennarinn hafi valið þá sem áttu erfitt með lærdóm og ítrekað niðurlægt þá fyrir framan bekkjarfélaga. „Þessir tímar í skólagöngu minni einkenndust af hræðslu og kvíða.“ Eineltið stóð hvað hæst þegar Rúnar var kominn á efri stig grunnskólans. Hann tilkynnti það ekki og segir hann umræðu um einelti ekki hafa verið við lýði á þeim tíma. Eineltið var mest á árunum 1992-1994. „Núna þegar maður er orðinn eldri og orðinn faðir þá sér maður þetta með allt öðrum augum,“ segir Rúnar og leggur hann áherslu á að hann vilji hjálpa öðrum sem þurfa að ganga í gegnum það sama. Slæmar minningar frá skólagöngu Rúnars hafa áhrif á hann enn í dag. Hann hefur fengið slæm kvíðaköst og hefur leitað sér læknis- og sálfræðiþjónustu. „Skólagangan eyðilagði líf mitt. Ég er ekki með neina menntun og vinn í líkamlega erfið og illa borgum störf.“ Hann segist nú vera að vinna í sjálfum sér og vonast til að verða öðrum víti til varnar. „Þessi maður á ekki að starfa sem kennari. Það er nokkuð ljóst.“ Einelti virðist vera stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur. Samkvæmt könnun sem gerð var nýlega eru 53,2% foreldra ánægðir með eineltisáætlun skólans á sama tíma og landsmeðaltal er 79,3%. Þá töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðaltalið, eða 18,9% á móti 9,3%.
Tengdar fréttir Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03