Erlent

Táragasi beitt á mótmælendur

Bjarki Ármannsson skrifar
Verkamenn koma slösuðum vinnufélögum sínum til aðstoðar eftir átök við lögreglu í gær.
Verkamenn koma slösuðum vinnufélögum sínum til aðstoðar eftir átök við lögreglu í gær. Vísir/AP
Lögregla í Dakka, höfuðborg Bangladess, réðst í gær inn í fataverksmiðju til að reka út stóran hóp verkamanna sem hafa verið í hungurverkfalli frá því 28. júlí.

Táragasi var beitt á verkamennina, sem fara fram á að fá greidd laun fyrir vinnu sína síðustu þrjá mánuði.

Samkvæmt frétt Reuters taka um 1.600 verkamenn þátt í hungurverkfallinu. Bangladess er ódýrasti staður í heimi til að framleiða föt vegna lágs launakostnaðar verkamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×