Fíklar hljóti aukin réttindi Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2014 07:00 Helgi HRafn Gunnarsson Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Nefndin mun byggja á þingsályktun sem Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, flutti á Alþingi. Stefnan sem mótuð verður á að verða til að aðstoða og vernda neytendur efnanna og félagsleg réttindi þeirra, aðstandendur þeirra og samfélagið í heild. Borgar Þór Einarsson héraðsdómslögmaður er formaður nefndarinnar en auk hans skipaði ráðherra þau Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, og Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Auk þeirra eiga landlæknir, stjórn SÁÁ, ríkislögreglustjóri, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, Rauði kross Íslands og velferðarsvið Reykjavíkurborgar einn fulltrúa hver. „Ég ber ákveðnar væntingar til þess að þetta starf skili stjórnvöldum tillögum varðandi þennan málaflokk sem geta gefið okkur vonir um betri árangur í að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu,“ segir Kristján Þór í samtali við Fréttablaðið. Hópurinn mun skila ráðherra tillögum snemma á næsta ári. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á sæti í nefndinni. Hann segir að markmiðið sé að móta fíkniefnastefnu þar sem höfuðáhersla verði lögð á réttindi fólks frekar en að refsa því. Hann segir að fíkniefnaneytendur njóti ekki þeirra réttinda sem aðrir telji sjálfsögð. „Ef ætlunin er að tryggja réttindi fólks sem neytir vímuefna, hvort sem það eru fíklar eða ekki, þá getum við ekki á sama tíma verið að hóta þeim. Þú réttir ekki manni hjálparhönd með annarri hendi og hótar að berja hann með hinni. En það er það sem við erum að gera í dag,“ segir Helgi Hrafn. Þetta þurfi að laga. Hann segir að starfshópurinn muni hafa það að markmiði að kanna hvernig fyrirkomulagið sé í öðrum löndum. „Ég vænti þess að það komi bara eitthvað gagnlegt og gott út úr þessu,“ segir Helgi Hrafn. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Nefndin mun byggja á þingsályktun sem Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, flutti á Alþingi. Stefnan sem mótuð verður á að verða til að aðstoða og vernda neytendur efnanna og félagsleg réttindi þeirra, aðstandendur þeirra og samfélagið í heild. Borgar Þór Einarsson héraðsdómslögmaður er formaður nefndarinnar en auk hans skipaði ráðherra þau Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, og Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Auk þeirra eiga landlæknir, stjórn SÁÁ, ríkislögreglustjóri, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, Rauði kross Íslands og velferðarsvið Reykjavíkurborgar einn fulltrúa hver. „Ég ber ákveðnar væntingar til þess að þetta starf skili stjórnvöldum tillögum varðandi þennan málaflokk sem geta gefið okkur vonir um betri árangur í að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu,“ segir Kristján Þór í samtali við Fréttablaðið. Hópurinn mun skila ráðherra tillögum snemma á næsta ári. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á sæti í nefndinni. Hann segir að markmiðið sé að móta fíkniefnastefnu þar sem höfuðáhersla verði lögð á réttindi fólks frekar en að refsa því. Hann segir að fíkniefnaneytendur njóti ekki þeirra réttinda sem aðrir telji sjálfsögð. „Ef ætlunin er að tryggja réttindi fólks sem neytir vímuefna, hvort sem það eru fíklar eða ekki, þá getum við ekki á sama tíma verið að hóta þeim. Þú réttir ekki manni hjálparhönd með annarri hendi og hótar að berja hann með hinni. En það er það sem við erum að gera í dag,“ segir Helgi Hrafn. Þetta þurfi að laga. Hann segir að starfshópurinn muni hafa það að markmiði að kanna hvernig fyrirkomulagið sé í öðrum löndum. „Ég vænti þess að það komi bara eitthvað gagnlegt og gott út úr þessu,“ segir Helgi Hrafn.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira