Ófullnægjandi mönnun hjúkrunarfræðinga eykur dánartíðni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 16:27 VÍSIR/VILHELM VÍSIR/AÐSEND Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýnir fram á að ófullnægjandi mönnun hjúkrunarfræðinga hefur bein áhrif á dánartíðni sjúklinga eftir skurðaðgerðir. Niðurstöður sýna fram á að hafi hjúkrunarfræðingur sex sjúklinga í umsjá sinni í stað átta sé dánartíðni sjúklinga eftir skurðaðgerðir 30% lægri en ella. Þá er einnig talið að hver sjúklingur sem bætist í hóp hjúkrunarfræðings, umfram hverja sex sjúklinga, geti aukið dánartíðni sjúklinganna um sjö prósent. Jafnframt er sýnt fram á að með aukinni menntun hjúkrunarfræðinga, þar sem BS-gráða er lægsta menntunarstig, lækki dánartíðni sjúklinga sem gengist hafa undir skurðaðgerðir. „Við tökum þessu fagnandi af því að við viljum að það verði skilgreint hversu mörgum sjúklingum má sinna hverju sinni svo öryggi sjúklinga sé að fullu tryggt. Við viljum koma á einhverju kerfi,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Ólafur segir sjúklingana almennt veikari en áður og álagið þar af leiðandi meira. Hann segir misjafnt hversu mörgum sjúklingum hjúkrunarfræðingur sinnir, en alla jafna sé það um átta til tíu sjúklingar á hvern hjúkrunarfræðing. Oft meira að nóttu til. „Rannsóknin sýnir hvaða áhrif hjúkrun hefur á lifun sjúklinga. Hjúkrun skiptir máli.“ Gögn rúmlega 422 þúsund sjúklinga sem undirgengst höfðu almennar skurðaðgerðir voru rannsökuð. Rannsóknin var gerð í níu löndum í Evrópu. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýnir fram á að ófullnægjandi mönnun hjúkrunarfræðinga hefur bein áhrif á dánartíðni sjúklinga eftir skurðaðgerðir. Niðurstöður sýna fram á að hafi hjúkrunarfræðingur sex sjúklinga í umsjá sinni í stað átta sé dánartíðni sjúklinga eftir skurðaðgerðir 30% lægri en ella. Þá er einnig talið að hver sjúklingur sem bætist í hóp hjúkrunarfræðings, umfram hverja sex sjúklinga, geti aukið dánartíðni sjúklinganna um sjö prósent. Jafnframt er sýnt fram á að með aukinni menntun hjúkrunarfræðinga, þar sem BS-gráða er lægsta menntunarstig, lækki dánartíðni sjúklinga sem gengist hafa undir skurðaðgerðir. „Við tökum þessu fagnandi af því að við viljum að það verði skilgreint hversu mörgum sjúklingum má sinna hverju sinni svo öryggi sjúklinga sé að fullu tryggt. Við viljum koma á einhverju kerfi,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Ólafur segir sjúklingana almennt veikari en áður og álagið þar af leiðandi meira. Hann segir misjafnt hversu mörgum sjúklingum hjúkrunarfræðingur sinnir, en alla jafna sé það um átta til tíu sjúklingar á hvern hjúkrunarfræðing. Oft meira að nóttu til. „Rannsóknin sýnir hvaða áhrif hjúkrun hefur á lifun sjúklinga. Hjúkrun skiptir máli.“ Gögn rúmlega 422 þúsund sjúklinga sem undirgengst höfðu almennar skurðaðgerðir voru rannsökuð. Rannsóknin var gerð í níu löndum í Evrópu.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira