Enski boltinn

Sterling besti ungi leikmaður heims

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling er lunkinn með boltann.
Sterling er lunkinn með boltann. Vísir/Getty
Raheem Sterling, sóknarmaður Liverpool, var á dögunum valinn besti ungi leikmaður heims á árinu 2014. Viðkomandi verður að vera undir 21 árs aldri og spila í einni af bestu deildum heims.

Blaðamenn víðs vegar um heiminn kjósa um hver skuli hreppa titilinn, en Sterling er annar Englendingurinn á eftir Wayne Rooney sem er kjörinn.

„Þetta er frábær viðurkenning að vinna þetta. Þetta er frábær tilfinning fyrir mig og mína fjölskyldu," sagði Sterling við heimasíðu Liverpool.

„Þetta er afrakstur mikillar vinnu. Ég er ánægður með að fólk taki eftir því að ég er að leggja mikið á mig og gera það besta fyrir minn klúbb. Ég er mjög ánægður með verðlaunin."

Paul Pogba, leikmaður Juventus og Frakklands, fékk verðlaunin á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×