Erlent

Palestínumenn minntust Arafats

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Palestínskir drengir virða fyrir sér mynd af Arafat sem teiknuð var upp á húsvegg.
Palestínskir drengir virða fyrir sér mynd af Arafat sem teiknuð var upp á húsvegg. NordicPhotos/AFP
Þess var minnst í gær að tíu ár eru liðin frá því Yasser Arafat, fyrrverandi leiðtogi Palestínumanna, lést á spítala í Frakklandi.

AFP-fréttastofan segir að í raun viti enginn hvert banamein Arafats var.

Svissneskir sérfræðingar greindu frá því fyrir tveimur árum að mikið af geislavirku efni hefði fundist í líkama hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×