Erlent

Skaut sjálfan sig í fótinn í Walmart

Viðskiptavinir verslunarinnar urðu skelkaðir þegar þeir heyrðu skothvellinn og var hún fljót að tæmast í kjölfarið.
Viðskiptavinir verslunarinnar urðu skelkaðir þegar þeir heyrðu skothvellinn og var hún fljót að tæmast í kjölfarið.
Bandarískur karlmaður skaut sjálfan sig í fótinn fyrir slysni þar sem hann var staddur í versluninni Walmart í Phoenix í gær.

Maðurinn var að sögn lögreglunnar á svæðinu með byssu geymda á mjöðminni þegar skot hljóp af henni.

Christa Allejandro var stödd í versluninni þegar hún heyrði skothvell. „Þetta hljómaði eins og blaðra væri að springa,“ sagði hún. „Ég var þarna að versla inn fyrir afmæli sonar míns þegar allt í einu myndaðist örtröð og mikil læti urðu.“

Viðskiptavinir verslunarinnar urðu skelkaðir þegar þeir heyrðu skothvellinn og var hún fljót að tæmast í kjölfarið.

Maðurinn mun ekki hafa hlotið lífshættulega áverka. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×