Tekur fjörutíu daga að smala Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. ágúst 2014 08:00 Það er ekki fyrir alla að standa í smalamennsku fyrir vestan. Hér veiðir Jóhann Freyr Guðmundsson, eiginmaður Hafrósar, lamb upp úr á í Skálmadal. Um fimmtíu manns bjuggu í gamla Gufudalshreppi fyrir um þrjátíu árum en síðustu áratugi leit út fyrir það að sveitin myndi leggjast í eyði. Það stingur því skemmtilega í stúf að sjá myndarlegt bú með átta hundruð ám og fimmtíu hestum í Fremri-Gufudal í Gufudalshreppi. En vegna þess hve bæjum hefur fækkað á Vestfjörðum er svo rúmt um sauðféð frá Fremri-Gufudal að það tók búaliðið fjörutíu daga að ná því af fjalli síðasta haust. „Þetta er í rauninni ekki hægt nema ef fólk hefur gaman af þessu,“ segir Einar Valgeir Hafliðason, bóndi á bænum, sem býr sig undir smalamennsku um komandi helgi. Dætrum Einars, Hafrós Huld og Jóhönnu Ösp, skortir heldur ekki áhugann en þær búa báðar í Fremri-Gufudal með eiginmönnum sínum og börnum. Smalaleiðin liggur yfir heiðar og langt inn í Ísafjarðardjúp og yfir í næstu firði sitthvorum megin við Gufufjörð. Hafrós Huld segir að þær systur uni hag sínum afar vel í dalnum. „Það kom heldur aldrei neitt annað til greina hjá mér en að búa hér,“ segir hún.Fjárhundar gegna stóru hlutverki í smalamennskunni hjá Hafrós Huld.Væri gott að komast úr drullunni Þær systur hafa aukið umfangið í búsýslunni nú þegar annars staðar er verið að bregða búi. Auk þess að sýsla með sauðfé stunda bændurnir hrossatamningar og hundaræktun á bænum. Þó einangrunin sé nokkur hefur sveitin ratað nokkuð í fréttirnar að undanförnu en Gufufjörður er á framkvæmdasvæðinu sem nú er til umfjöllunar vegna fyrirhugaðrar lagningar vegar um Teigsskóg. „Æ, það væri voða gott að komast úr drullunni,“ segir Einar sem segist fyrst og fremst vilja fá að aka eftir malbikuðum vegi en því er ekki að fagna á svæðinu. Reyndar sagði Einar Guðfinnsson, forseti Alþingis, fyrir nokkrum árum að vegirnir á svæðinu væru í raun vegleysa og Kristján Möller, þáverandi samgönguráðherra, tók í sama streng.Einar Valgeir Hafliðason.Tveir og hálfur tími í búðarferð Ragnheiður Katrín Ólafsdóttir, sem rak eitt allra minnsta kaupfélagsútibú landsins, einmitt við þennan leiðindaveg, átti þó gott ráð fyrir ökumenn. Hún sagði þeim að kaupa þykkt hlaup og hafa það svo uppi í sér svo þeir skelltu ekki tönnum saman meðan þeir hossuðust um holóttan veginn. Kaupfélagið hennar Kötu er löngu hætt en Hafrós Huld segir að hún fari reglulega til Borgarness til að kaupa inn. „Það tekur svona tvo og hálfan tíma,“ segir hún. Það er því ekki mikið um að menn skjótist út í búð í Gufusveitinni. Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Um fimmtíu manns bjuggu í gamla Gufudalshreppi fyrir um þrjátíu árum en síðustu áratugi leit út fyrir það að sveitin myndi leggjast í eyði. Það stingur því skemmtilega í stúf að sjá myndarlegt bú með átta hundruð ám og fimmtíu hestum í Fremri-Gufudal í Gufudalshreppi. En vegna þess hve bæjum hefur fækkað á Vestfjörðum er svo rúmt um sauðféð frá Fremri-Gufudal að það tók búaliðið fjörutíu daga að ná því af fjalli síðasta haust. „Þetta er í rauninni ekki hægt nema ef fólk hefur gaman af þessu,“ segir Einar Valgeir Hafliðason, bóndi á bænum, sem býr sig undir smalamennsku um komandi helgi. Dætrum Einars, Hafrós Huld og Jóhönnu Ösp, skortir heldur ekki áhugann en þær búa báðar í Fremri-Gufudal með eiginmönnum sínum og börnum. Smalaleiðin liggur yfir heiðar og langt inn í Ísafjarðardjúp og yfir í næstu firði sitthvorum megin við Gufufjörð. Hafrós Huld segir að þær systur uni hag sínum afar vel í dalnum. „Það kom heldur aldrei neitt annað til greina hjá mér en að búa hér,“ segir hún.Fjárhundar gegna stóru hlutverki í smalamennskunni hjá Hafrós Huld.Væri gott að komast úr drullunni Þær systur hafa aukið umfangið í búsýslunni nú þegar annars staðar er verið að bregða búi. Auk þess að sýsla með sauðfé stunda bændurnir hrossatamningar og hundaræktun á bænum. Þó einangrunin sé nokkur hefur sveitin ratað nokkuð í fréttirnar að undanförnu en Gufufjörður er á framkvæmdasvæðinu sem nú er til umfjöllunar vegna fyrirhugaðrar lagningar vegar um Teigsskóg. „Æ, það væri voða gott að komast úr drullunni,“ segir Einar sem segist fyrst og fremst vilja fá að aka eftir malbikuðum vegi en því er ekki að fagna á svæðinu. Reyndar sagði Einar Guðfinnsson, forseti Alþingis, fyrir nokkrum árum að vegirnir á svæðinu væru í raun vegleysa og Kristján Möller, þáverandi samgönguráðherra, tók í sama streng.Einar Valgeir Hafliðason.Tveir og hálfur tími í búðarferð Ragnheiður Katrín Ólafsdóttir, sem rak eitt allra minnsta kaupfélagsútibú landsins, einmitt við þennan leiðindaveg, átti þó gott ráð fyrir ökumenn. Hún sagði þeim að kaupa þykkt hlaup og hafa það svo uppi í sér svo þeir skelltu ekki tönnum saman meðan þeir hossuðust um holóttan veginn. Kaupfélagið hennar Kötu er löngu hætt en Hafrós Huld segir að hún fari reglulega til Borgarness til að kaupa inn. „Það tekur svona tvo og hálfan tíma,“ segir hún. Það er því ekki mikið um að menn skjótist út í búð í Gufusveitinni.
Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira