Ísgöng í Langjökli opnuð á næsta ári Hrund Þórsdóttir skrifar 3. júní 2014 20:00 Unnið er að gerð ísganga í Langjökli sem verða þau stærstu í Evrópu. Stefnt er að opnun næsta vor og í göngunum fá ferðamenn fágæta innsýn í gerð og þróun jökla. Ísgöngin verða í vestanverðum Langjökli í um 1260 metra hæð yfir sjávarmáli. Fullgerð verða þau á meðal stærstu manngerðu ísganga í heimi og ganga gestir um 500 metra leið í þeim og fara um 30 metra undir yfirborð jökulsins. Munu þeir meðal annars sjá hvernig íssprungur lokast og hvernig sólarljósið þrengir sér niður á margra tuga metra dýpi. Í göngunum verða ýmsir afkimar með sýningum og veitingasölu og hægt verður að leigja þau, til dæmis undir brúðkaup. „Við áætlum að opna í maí 2015 og gerum ráð fyrir 25 til 30 þúsund ferðamönnum á næsta ári,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Ísganganna.Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindalegur ráðunautur verkefnisins og hann segir merkilegt hvað göngin verði stór og að þau verði í hveljökli sem séu fáir í heiminum. Þá verði þau hátt uppi í jöklinum svo allar umhverfisbreytingar séu tiltölulega hægar. Ari segir aðspurður að göngin samræmist umhverfissjónarmiðum enda sé jökullinn afar stór. „Hann er 190 milljarðar rúmmetra og þetta eru sjöþúsund rúmmetrar sem verða grafnir. Ég hef líkt þessu við að taka tvo dropa með dropateljara úr fullu baðkari.“ Göngin verða opin átta mánuði ársins og styrkja því heilsársferðaþjónustu. Hönnunin er þannig að hrun er mjög ólíklegt og miklar kröfur verða gerðar um öryggi bæði á jöklinum og í göngunum sjálfum. „Það verða daglegar mælingar til að fylgjast með öllum óvæntum hreyfingum í jöklinum og fólk ferðast þarna upp eftir með átta hjóla trukkum sem eru mjög stórir og öflugir. Það þarf mikið að ganga á svo að eitthvað klikki þar, segir Sigurður. Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Unnið er að gerð ísganga í Langjökli sem verða þau stærstu í Evrópu. Stefnt er að opnun næsta vor og í göngunum fá ferðamenn fágæta innsýn í gerð og þróun jökla. Ísgöngin verða í vestanverðum Langjökli í um 1260 metra hæð yfir sjávarmáli. Fullgerð verða þau á meðal stærstu manngerðu ísganga í heimi og ganga gestir um 500 metra leið í þeim og fara um 30 metra undir yfirborð jökulsins. Munu þeir meðal annars sjá hvernig íssprungur lokast og hvernig sólarljósið þrengir sér niður á margra tuga metra dýpi. Í göngunum verða ýmsir afkimar með sýningum og veitingasölu og hægt verður að leigja þau, til dæmis undir brúðkaup. „Við áætlum að opna í maí 2015 og gerum ráð fyrir 25 til 30 þúsund ferðamönnum á næsta ári,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Ísganganna.Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindalegur ráðunautur verkefnisins og hann segir merkilegt hvað göngin verði stór og að þau verði í hveljökli sem séu fáir í heiminum. Þá verði þau hátt uppi í jöklinum svo allar umhverfisbreytingar séu tiltölulega hægar. Ari segir aðspurður að göngin samræmist umhverfissjónarmiðum enda sé jökullinn afar stór. „Hann er 190 milljarðar rúmmetra og þetta eru sjöþúsund rúmmetrar sem verða grafnir. Ég hef líkt þessu við að taka tvo dropa með dropateljara úr fullu baðkari.“ Göngin verða opin átta mánuði ársins og styrkja því heilsársferðaþjónustu. Hönnunin er þannig að hrun er mjög ólíklegt og miklar kröfur verða gerðar um öryggi bæði á jöklinum og í göngunum sjálfum. „Það verða daglegar mælingar til að fylgjast með öllum óvæntum hreyfingum í jöklinum og fólk ferðast þarna upp eftir með átta hjóla trukkum sem eru mjög stórir og öflugir. Það þarf mikið að ganga á svo að eitthvað klikki þar, segir Sigurður.
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira