Erlent

Frakkar fá greitt fyrir að hjóla í vinnuna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Íslendingar á hjólauppboði
Íslendingar á hjólauppboði VISIR/ANTON
Frönsk stjórnvöld hafa ýtt úr vör nýju tilraunaverkefni sem felst í því að greiða Frökkum fyrir hjólreiðar sínar.

Feta þau þar í fótspor annarra Evrópuríkja sem á liðnum árum hafa lagt ríkari áherslu á heilsusamlega lifnaðarhætti og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Önnur lönd, til að mynda Holland, Danmörk, Þýskaland, Belgía og Bretland, hafa öll komið á hvötum til að auka hjólreiðar heima fyrir, ýmist með skattaafsláttum, greiðslu á hvernig hjólaðan kílómetra eða fjárhagsaðstoð við kaup á reiðhjólum.

Tuttugu fyrirtæki í Frakklandi, sem hafa á sínum snærum um 10.000 starfsmenn, taka þátt í verkefninu sem felst í því að greiða 25 evrusent (um 40 íslenskar krónur) á hvern kílómetra sem hjólaður er til vinnu.

Samgönguráðuneyti Frakklands vonast til að þessi hvati verði til þess að fjölga hjólandi Frökkum um helming á næstu árum en í dag hjóla um 2,4% þeirra til og frá vinnu á hverjum degi. Í Belgíu er hlutfallið um 8% og í hinu flata Hollandi hjólar um fjórðungur allra til vinnu.

Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á vef Business Insider




Fleiri fréttir

Sjá meira


×