Erlent

125 taldir af í ferjuslysi í Bangladesh

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldi fólks safnaðist saman á bökkum Padma ánnar, þar sem ferjan hvolfdi.
Fjöldi fólks safnaðist saman á bökkum Padma ánnar, þar sem ferjan hvolfdi. Vísir/AP
125 manns eru taldir af, eftir að ferja hvolfdi á ánni Padma í Bangladesh í gær. Að minnsta kosti 200 manns voru um borð, en stórum hópi tókst að synda til lands.

Sjaldan eru gerðir farþegalistar í landinu og því er ekki á hreinu hve margir voru um borð, eða fórust.

Björgunarmenn stóðu í ströngu við að finna ferjuna í fyrstu, samkvæmt AP fréttaveitunni, en talið er líklegt að ferjan hafi farist vegna þess að of margir farþegar hafi verið í henni.

Sonur syrgir móður sína, sem fórst í slysinu.Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×