Fótbolti

Real slapp með skrekkinn í Búlgaríu | Úrslit kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
vísir/getty
Real Madrid lenti óvænt undir gegn Ludogorets í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld en hafði að lokum 2-1 sigur.

Marcelinho kom heimamönnum yfir strax á sjöttu mínútu og stuttu síðar brenndi Cristiano Ronaldo af vítaspyrnu. Hann bætti þó upp fyrir það er hann skoraði af vítapunktinum á 25. mínútu leiksins.

Karim Benzema skoraði svo sigurmark Real Madrid á 77. mínútu og þar við sat. Real Madrid er á toppi B-riðils með sex stig en Basel, sem vann 1-0 sigur á Liverpool á sama tíma, er með þrjú stig rétt eins og þeir ensku.

Öll liðin fjögur í A-riðli hafa nú hvert unnið einn leik en Atletico Madrid hafði betur gegn Juventus, 1-0, með marki Arda Turan seint í leiknum. Sænsku meistararnir í Malmö unnu Olympiakos, 2-0, með tveimur mörkum frá Markus Rosenberg.

Leverkusen vann sannfærandi sigur á Benfica í C-riðli auk þess sem að Arsenal og Dortmund fóru illa með andstæðinga sína í D-riðli.

Úrslit kvöldsins og markaskorarar:

A-riðill:

Malmö - Olympiakos 2-0

1-0 Markus Rosenberg (42.)

2-0 Markus Rosenberg (82.)

Atletico Madrid - Juventus 1-0

1-0 Arda Turan (74.)

Staðan: Juventus 3, Atletico Madrid 3, Malmö 3, Olympiakos 3.

B-riðill:

Basel - Liverpool 1-0

1-0 Marco Streller (52.)

Ludogorets - Real Madrid 1-2

1-0 Marcelinho (6.)

1-1 Cristiano Ronaldo, víti (25.)

1-2 Karim Benzema (77.)

Staðan: Real Madrid 3, Basel 3, Liverpool 3, Ludogorets 0.

C-riðill:

Zenit St. Pétursborg - Monaco 0-0

Bayer Leverkusen - Benfica 3-1

1-0 Stefan Kießling (25.)

2-0 Son Heung-Min (34.)

2-1 Eduardo Salvio (62.)

3-1 Hakan Calhanoglu (64.)

Staðan: Zenit 4, Monaco 4, Leverkusen 3, Benfica 0.

D-riðill:

Arsenal - Galatasaray 4-1

1-0 Danny Welbeck (22.)

2-0 Danny Welbeck (30.)

3-0 Alexis Sánchez (41.)

4-0 Danny Welbeck (52.)

4-1 Burak Yilmaz, víti (63.).

Anderlecht - Dortmund 0-3

0-1 Ciro Immobile (3.)

0-2 Adrián Ramos (69.)

0-3 Adrián Ramos (79.)

Staðan: Dortmund 6, Arsenal 3, Anderlecht 1, Galatasaray 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×