Fótbolti

Wenger fagnar átján árum hjá Arsenal í dag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger tók við Arsenal 1996.
Arsene Wenger tók við Arsenal 1996. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur í dag verið átján ár við stjórnvölinn hjá Lundúnarliðinu, og getur fagnað því með sigri á Galatasaray í Meistaradeildinni í kvöld.

Leikurinn er mikilvægur fyrir framhaldið hjá Arsenal því það tapaði fyrir Dortmund í fyrstu umferð riðlakeppninnar og má tæplega við tapi í kvöld.

„Eitt hefur ekki breyst á þessum átján árum; leikmennirnir hafa alltaf verið skynsamir og eru það enn í dag. Þeir vita hvað er í húfi. Þeir vita að þetta er leikurinn sem við þurfum að vinna,“ sagði Frakkinn á blaðamannafundi í gær.

Wenger hefur einu sinni komist með Arsenal í úrslitaleikinn, en liðið tapaði fyrir Barcelona í frægum leik í París fyrir átta árum. Hann segir erfiðara að vinna Meistaradeildina í dag.

„Meistaradeildin er fyrirsjáanlegri en hún var fyrir tíu árum, en samt alveg jafnspennandi. Ef eitthvað fólk væri beðið um að giska á sigurvegara kæmu alltaf fjögur sömu liðin til greina,“ sagði Arsene Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×