Gerrard og Lampard messuðu yfir enska hópnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2014 09:15 Steven Gerrard og Frank Lampard eiga saman 217 landsleiki. Vísir/getty Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins í fótbolta, og Frank Lampard, varafyrirliði, héldu eldmessu yfir enska hópnum, bæði leikmönnum og starfsliði, á sunnudagskvöldið. England tapaði fyrsta leiknum sínum á HM gegn Ítalíu á laugardagskvöldið en þar skoraði Mario Balotelli sigurmarkið í seinni hálfleik.Roy Hodgson, þjálfari Englands, bað sína þrautreyndu fyrirliða að útskýra fyrir öllum hvernig staðan væri en þeir hafa marga fjöruna sopið og spilað saman á sex stórmótum. „Þetta átti ekki að hræða strákana heldur bara vekja alla - starfsliðið og leikmennina,“ sagði Gerrard í gærkvöldi. „Ég þekki það vel hvernig það er að detta út á stórmótum. Ég veit um hvað málið snýst og ég vil ekki finna fyrir þeirri tilfinningu á föstudagsmorgun.“ England mætir Úrúgvæ í annarri umferð riðlakeppninnar í kvöld klukkan 19.00 en tap þýðir að England er úr leik. Með jafntefli þurfa Englendingar að treysta á önnur úrslit í lokaumferðinni og jafnframt vinna Kostaríka þannig sigur er þýðingarmikill. „Þetta er raunveruleiki okkar. Við þurfum að vera algjörlega einbeittir og standa okkur bæði sem einstaklingar og lið á fimmtudaginn. Annars verður sumarið ömurlegt og langt,“ sagði Steven Gerrard. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Scholes: Rooney á að leika í stöðu framherja Paul Scholes hefur komið Wayne Rooney, fyrrverandi samherja sínum hjá Manchester United og enska landsliðinu, til varnar eftir tap Englands gegn Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. 15. júní 2014 14:15 Balotelli tryggði Ítölum sigur Ítalía vann England með tveimur mörkum gegn einu í öðrum leik dagsins í D-riðli heimsmeistaramótsins í Brasilíu. 14. júní 2014 11:43 Sjúkraþjálfari Englands meiddist í fagnaðarlátum Enska landsliðið í knattspyrnu varð ekki einungis fyrir miklu áfalli inni á vellinum í gærkvöldi þegar liðið lá, 2-1, fyrir Ítalíu, því eftir leikinn staðfesti landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson að sjúkraþjálfari liðsins, Gary Lewin, væri á heimleið vegna meiðsla. 15. júní 2014 09:00 Hodgson: Besti leikur liðsins undir minni stjórn Rpy Hodgson var ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir tapið gegn Ítölum. 15. júní 2014 13:30 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins í fótbolta, og Frank Lampard, varafyrirliði, héldu eldmessu yfir enska hópnum, bæði leikmönnum og starfsliði, á sunnudagskvöldið. England tapaði fyrsta leiknum sínum á HM gegn Ítalíu á laugardagskvöldið en þar skoraði Mario Balotelli sigurmarkið í seinni hálfleik.Roy Hodgson, þjálfari Englands, bað sína þrautreyndu fyrirliða að útskýra fyrir öllum hvernig staðan væri en þeir hafa marga fjöruna sopið og spilað saman á sex stórmótum. „Þetta átti ekki að hræða strákana heldur bara vekja alla - starfsliðið og leikmennina,“ sagði Gerrard í gærkvöldi. „Ég þekki það vel hvernig það er að detta út á stórmótum. Ég veit um hvað málið snýst og ég vil ekki finna fyrir þeirri tilfinningu á föstudagsmorgun.“ England mætir Úrúgvæ í annarri umferð riðlakeppninnar í kvöld klukkan 19.00 en tap þýðir að England er úr leik. Með jafntefli þurfa Englendingar að treysta á önnur úrslit í lokaumferðinni og jafnframt vinna Kostaríka þannig sigur er þýðingarmikill. „Þetta er raunveruleiki okkar. Við þurfum að vera algjörlega einbeittir og standa okkur bæði sem einstaklingar og lið á fimmtudaginn. Annars verður sumarið ömurlegt og langt,“ sagði Steven Gerrard.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Scholes: Rooney á að leika í stöðu framherja Paul Scholes hefur komið Wayne Rooney, fyrrverandi samherja sínum hjá Manchester United og enska landsliðinu, til varnar eftir tap Englands gegn Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. 15. júní 2014 14:15 Balotelli tryggði Ítölum sigur Ítalía vann England með tveimur mörkum gegn einu í öðrum leik dagsins í D-riðli heimsmeistaramótsins í Brasilíu. 14. júní 2014 11:43 Sjúkraþjálfari Englands meiddist í fagnaðarlátum Enska landsliðið í knattspyrnu varð ekki einungis fyrir miklu áfalli inni á vellinum í gærkvöldi þegar liðið lá, 2-1, fyrir Ítalíu, því eftir leikinn staðfesti landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson að sjúkraþjálfari liðsins, Gary Lewin, væri á heimleið vegna meiðsla. 15. júní 2014 09:00 Hodgson: Besti leikur liðsins undir minni stjórn Rpy Hodgson var ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir tapið gegn Ítölum. 15. júní 2014 13:30 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Scholes: Rooney á að leika í stöðu framherja Paul Scholes hefur komið Wayne Rooney, fyrrverandi samherja sínum hjá Manchester United og enska landsliðinu, til varnar eftir tap Englands gegn Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. 15. júní 2014 14:15
Balotelli tryggði Ítölum sigur Ítalía vann England með tveimur mörkum gegn einu í öðrum leik dagsins í D-riðli heimsmeistaramótsins í Brasilíu. 14. júní 2014 11:43
Sjúkraþjálfari Englands meiddist í fagnaðarlátum Enska landsliðið í knattspyrnu varð ekki einungis fyrir miklu áfalli inni á vellinum í gærkvöldi þegar liðið lá, 2-1, fyrir Ítalíu, því eftir leikinn staðfesti landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson að sjúkraþjálfari liðsins, Gary Lewin, væri á heimleið vegna meiðsla. 15. júní 2014 09:00
Hodgson: Besti leikur liðsins undir minni stjórn Rpy Hodgson var ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir tapið gegn Ítölum. 15. júní 2014 13:30