Fótbolti

Scholes: Rooney á að leika í stöðu framherja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wayne Rooney lagði upp mark Englands gegn Ítalíu í gær.
Wayne Rooney lagði upp mark Englands gegn Ítalíu í gær. Vísir/Getty
Paul Scholes hefur komið Wayne Rooney, fyrrverandi samherja sínum hjá Manchester United og enska landsliðinu, til varnar eftir tap Englands gegn Ítalíu á HM í Brasilíu í gær.

Rooney byrjaði á vinstri kantinum gegn Ítalíu, en Scholes segir að það sé ekki hans besta staða.

"Það hvernig Rooney spilaði olli mér ekki vonbrigðum, heldur hvar hann var latinn spila," sagði Scholes.

"Ég hef áður sagt að Rooney sé bestur í stöðu framherja. Ef þú lítur yfir bestu liðin á HM og helstu markaskorara þeirra, þá spilar Robin van Persie í sinni bestu stöðu hjá Hollandi, Neymar spilar þar sem hann vill fyrir Brasilíu og það sama á við Lionel Messi hjá Argentínu og Cristiano Ronaldo hjá Portúgal.

"Ég skelli skuldinni ekki á Rooney, en hann var látinn spila í þremur stöðum.

"Hann er án efa fremsti markaskorari Englands en hann var látinn spila á vinstri og hægri kantinum og svo loks frammi," sagði Scholes sem sagði á dögunum að Rooney hafi þegar náð toppnum á sínum ferli. Það kom eitthvað illa við kauninn á framherjanum sem svaraði Scholes í fjölmiðlum.


Tengdar fréttir

Rooney er ekki heilagur

Roy Hodgson, knattspyrnustjóri enska landsliðsins segir að hann sé tilbúinn að taka Wayne Rooney úr byrjunarliðinu ef hann sýnir ekki sitt besta í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×