Fullyrt að Halilovic fari til Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2014 13:00 Alen Halillovic. Vísir/Getty Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, meinaði í gær Barcelona að kaupa leikmenn fyrr en sumarið 2015 fyrir að brjóta reglur um félagskipti erlendra ungmenna ítrekað á árunum 2009-2013. Halilovic er sautján ára Króati sem Barcelona keypti í síðustu viku fyrir 2,2 milljónir evra. Hann mun fyrst um sinn spila með varaliði Börsunga en Halilovic þykir afar efnilegur. Barcelona mun áfrýja niðurstöðu FIFA en standi hún óhögguð er óvíst hvort að FIFA leyfi Börsungum að skrá leikmanninn hjá sér, þó svo að kaupin hafi gengið í gegn.Dupont varð þekktur í hinu fræga Bosman-máli.Vísir/AFPDupont er þekktastur fyrir aðkomu sína að dómsmáli Jean-Marc Bosman á sínum tíma en niðurstaðan í því máli varð til þess að FIFA breytti reglum sínum um félagaskipti. Samningslausum leikmönnum varð þá fyrst leyfilegt að semja við ný félög án aðkomu gömlu félaga þeirra. Dupont starfar fyrir Halilovic í dag og tjáði sig um málið í spænskum fjölmiðlum. „Ég get ekki ímyndað mér að Alen Halilovic muni ekki fara til Barcelona. Kaupin gengu í gegn löngu áður en tilkynnt var um refsinguna.“Byrjunarlið Barcelona gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.Vísir/GettySpænskir fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun sinni um málið og segja refsingu FIFA ósanngjarna. Til að mynda hafi Lionel Messi aðeins verið þrettán ára gamall þegar hann var tekinn inn í hina frægu La Masiu-akademíu í Barcelona. „Þetta er vandamál sem FIFA á réttilega að taka á,“ sagði Dupont. „En þetta er röng nálgun á vandamálið. Það getur ekki verið rétt að reglur skuli taka þann möguleika af ungum dreng og fjölskyldu hans að eiga betri framtíð.“ „Þegar Barcelona semur við ellefu ára dreng verður honum tryggð menntun og heilbrigt umhverfi,“ bætti Dupont við. Talið er að Barcelona hafi einnig samið við þýska markvörðinn Marc-Andre ter Stegen, markvörð Gladbach, en það hefur ekki verið tilkynnt enn. Reynist það rétt verða félagaskipti hans á gráu svæði, rétt eins og í tilfelli Halilovic. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00 Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, meinaði í gær Barcelona að kaupa leikmenn fyrr en sumarið 2015 fyrir að brjóta reglur um félagskipti erlendra ungmenna ítrekað á árunum 2009-2013. Halilovic er sautján ára Króati sem Barcelona keypti í síðustu viku fyrir 2,2 milljónir evra. Hann mun fyrst um sinn spila með varaliði Börsunga en Halilovic þykir afar efnilegur. Barcelona mun áfrýja niðurstöðu FIFA en standi hún óhögguð er óvíst hvort að FIFA leyfi Börsungum að skrá leikmanninn hjá sér, þó svo að kaupin hafi gengið í gegn.Dupont varð þekktur í hinu fræga Bosman-máli.Vísir/AFPDupont er þekktastur fyrir aðkomu sína að dómsmáli Jean-Marc Bosman á sínum tíma en niðurstaðan í því máli varð til þess að FIFA breytti reglum sínum um félagaskipti. Samningslausum leikmönnum varð þá fyrst leyfilegt að semja við ný félög án aðkomu gömlu félaga þeirra. Dupont starfar fyrir Halilovic í dag og tjáði sig um málið í spænskum fjölmiðlum. „Ég get ekki ímyndað mér að Alen Halilovic muni ekki fara til Barcelona. Kaupin gengu í gegn löngu áður en tilkynnt var um refsinguna.“Byrjunarlið Barcelona gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.Vísir/GettySpænskir fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun sinni um málið og segja refsingu FIFA ósanngjarna. Til að mynda hafi Lionel Messi aðeins verið þrettán ára gamall þegar hann var tekinn inn í hina frægu La Masiu-akademíu í Barcelona. „Þetta er vandamál sem FIFA á réttilega að taka á,“ sagði Dupont. „En þetta er röng nálgun á vandamálið. Það getur ekki verið rétt að reglur skuli taka þann möguleika af ungum dreng og fjölskyldu hans að eiga betri framtíð.“ „Þegar Barcelona semur við ellefu ára dreng verður honum tryggð menntun og heilbrigt umhverfi,“ bætti Dupont við. Talið er að Barcelona hafi einnig samið við þýska markvörðinn Marc-Andre ter Stegen, markvörð Gladbach, en það hefur ekki verið tilkynnt enn. Reynist það rétt verða félagaskipti hans á gráu svæði, rétt eins og í tilfelli Halilovic.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00 Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00
Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30