Fullyrt að Halilovic fari til Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2014 13:00 Alen Halillovic. Vísir/Getty Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, meinaði í gær Barcelona að kaupa leikmenn fyrr en sumarið 2015 fyrir að brjóta reglur um félagskipti erlendra ungmenna ítrekað á árunum 2009-2013. Halilovic er sautján ára Króati sem Barcelona keypti í síðustu viku fyrir 2,2 milljónir evra. Hann mun fyrst um sinn spila með varaliði Börsunga en Halilovic þykir afar efnilegur. Barcelona mun áfrýja niðurstöðu FIFA en standi hún óhögguð er óvíst hvort að FIFA leyfi Börsungum að skrá leikmanninn hjá sér, þó svo að kaupin hafi gengið í gegn.Dupont varð þekktur í hinu fræga Bosman-máli.Vísir/AFPDupont er þekktastur fyrir aðkomu sína að dómsmáli Jean-Marc Bosman á sínum tíma en niðurstaðan í því máli varð til þess að FIFA breytti reglum sínum um félagaskipti. Samningslausum leikmönnum varð þá fyrst leyfilegt að semja við ný félög án aðkomu gömlu félaga þeirra. Dupont starfar fyrir Halilovic í dag og tjáði sig um málið í spænskum fjölmiðlum. „Ég get ekki ímyndað mér að Alen Halilovic muni ekki fara til Barcelona. Kaupin gengu í gegn löngu áður en tilkynnt var um refsinguna.“Byrjunarlið Barcelona gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.Vísir/GettySpænskir fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun sinni um málið og segja refsingu FIFA ósanngjarna. Til að mynda hafi Lionel Messi aðeins verið þrettán ára gamall þegar hann var tekinn inn í hina frægu La Masiu-akademíu í Barcelona. „Þetta er vandamál sem FIFA á réttilega að taka á,“ sagði Dupont. „En þetta er röng nálgun á vandamálið. Það getur ekki verið rétt að reglur skuli taka þann möguleika af ungum dreng og fjölskyldu hans að eiga betri framtíð.“ „Þegar Barcelona semur við ellefu ára dreng verður honum tryggð menntun og heilbrigt umhverfi,“ bætti Dupont við. Talið er að Barcelona hafi einnig samið við þýska markvörðinn Marc-Andre ter Stegen, markvörð Gladbach, en það hefur ekki verið tilkynnt enn. Reynist það rétt verða félagaskipti hans á gráu svæði, rétt eins og í tilfelli Halilovic. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00 Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, meinaði í gær Barcelona að kaupa leikmenn fyrr en sumarið 2015 fyrir að brjóta reglur um félagskipti erlendra ungmenna ítrekað á árunum 2009-2013. Halilovic er sautján ára Króati sem Barcelona keypti í síðustu viku fyrir 2,2 milljónir evra. Hann mun fyrst um sinn spila með varaliði Börsunga en Halilovic þykir afar efnilegur. Barcelona mun áfrýja niðurstöðu FIFA en standi hún óhögguð er óvíst hvort að FIFA leyfi Börsungum að skrá leikmanninn hjá sér, þó svo að kaupin hafi gengið í gegn.Dupont varð þekktur í hinu fræga Bosman-máli.Vísir/AFPDupont er þekktastur fyrir aðkomu sína að dómsmáli Jean-Marc Bosman á sínum tíma en niðurstaðan í því máli varð til þess að FIFA breytti reglum sínum um félagaskipti. Samningslausum leikmönnum varð þá fyrst leyfilegt að semja við ný félög án aðkomu gömlu félaga þeirra. Dupont starfar fyrir Halilovic í dag og tjáði sig um málið í spænskum fjölmiðlum. „Ég get ekki ímyndað mér að Alen Halilovic muni ekki fara til Barcelona. Kaupin gengu í gegn löngu áður en tilkynnt var um refsinguna.“Byrjunarlið Barcelona gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.Vísir/GettySpænskir fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun sinni um málið og segja refsingu FIFA ósanngjarna. Til að mynda hafi Lionel Messi aðeins verið þrettán ára gamall þegar hann var tekinn inn í hina frægu La Masiu-akademíu í Barcelona. „Þetta er vandamál sem FIFA á réttilega að taka á,“ sagði Dupont. „En þetta er röng nálgun á vandamálið. Það getur ekki verið rétt að reglur skuli taka þann möguleika af ungum dreng og fjölskyldu hans að eiga betri framtíð.“ „Þegar Barcelona semur við ellefu ára dreng verður honum tryggð menntun og heilbrigt umhverfi,“ bætti Dupont við. Talið er að Barcelona hafi einnig samið við þýska markvörðinn Marc-Andre ter Stegen, markvörð Gladbach, en það hefur ekki verið tilkynnt enn. Reynist það rétt verða félagaskipti hans á gráu svæði, rétt eins og í tilfelli Halilovic.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00 Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00
Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30