Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. september 2014 18:25 "Vírinn var verulega öflugur stálvír sem fólk kannski er ekkert að bera með sér nema þá í vondum tilgangi.“ Hjólreiðamaður slasaðist eftir að hafa hjólað á vír sem strengdur hafði verið yfir nýju hjóla- og göngubrúna yfir Elliðarárósa síðdegis í gær. Sauma þurfti tíu spor á enni mannsins, er líklega tognaður á öxl og er hann verulega marinn og bólginn víðs vegar um líkamann. Honum er gert að vera frá vinnu í einhvern tíma vegna áverkanna. Eiginkona mannsins vill ekki hugsa til þess hvernig hefði getað farið, einna helst ef börn hefðu verið þarna á ferð. „Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu. Vírinn var verulega öflugur stálvír sem fólk kannski er ekkert að bera með sér nema þá í vondum tilgangi,“ segir Jóhanna Pálsdóttir, eiginkona hjólreiðamannsins.Maðurinn kastaðist nokkra metra eftir að hafa hjólað á vírinn. Honum blæddi verulega líkt og myndin gefur til kynna.Málið hefur vakið mikla athygli á Facebook og hafa ýmsir haft samband við Jóhönnu vegna málsins. Þar á meðal tveir hlauparar sem segjast hafa séð starfsmenn við viðgerðir við brúna í gærmorgun. „Við erum að velta því fyrir okkur hvort þeir hafi hugsanlega skilið eftir þennan vír, sem vissulega bíður hættunni heim. En það þarf verulega krafta til að binda vír svona vel,“ útskýrir Jóhanna. Að sögn hennar er málið í rannsókn lögreglu. „Við vitum ekki hvort það þýði eitthvað að kæra, en við ætlum að fara með þetta alla leið og viljum fylgja þessu eftir,“ segir Jóhanna að lokum. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Hjólreiðamaður slasaðist eftir að hafa hjólað á vír sem strengdur hafði verið yfir nýju hjóla- og göngubrúna yfir Elliðarárósa síðdegis í gær. Sauma þurfti tíu spor á enni mannsins, er líklega tognaður á öxl og er hann verulega marinn og bólginn víðs vegar um líkamann. Honum er gert að vera frá vinnu í einhvern tíma vegna áverkanna. Eiginkona mannsins vill ekki hugsa til þess hvernig hefði getað farið, einna helst ef börn hefðu verið þarna á ferð. „Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu. Vírinn var verulega öflugur stálvír sem fólk kannski er ekkert að bera með sér nema þá í vondum tilgangi,“ segir Jóhanna Pálsdóttir, eiginkona hjólreiðamannsins.Maðurinn kastaðist nokkra metra eftir að hafa hjólað á vírinn. Honum blæddi verulega líkt og myndin gefur til kynna.Málið hefur vakið mikla athygli á Facebook og hafa ýmsir haft samband við Jóhönnu vegna málsins. Þar á meðal tveir hlauparar sem segjast hafa séð starfsmenn við viðgerðir við brúna í gærmorgun. „Við erum að velta því fyrir okkur hvort þeir hafi hugsanlega skilið eftir þennan vír, sem vissulega bíður hættunni heim. En það þarf verulega krafta til að binda vír svona vel,“ útskýrir Jóhanna. Að sögn hennar er málið í rannsókn lögreglu. „Við vitum ekki hvort það þýði eitthvað að kæra, en við ætlum að fara með þetta alla leið og viljum fylgja þessu eftir,“ segir Jóhanna að lokum.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira