Innlent

Stal jeppa og ók á brott með hund í bílnum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísir/Anton Brink
Í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað jeppabifreið í Þingholtunum. Konan sem ók jeppanum hafði farið stuttan spöl frá bílnum og var hundurinn hennar enn inni í jeppanum. Hún tók svo eftir því að maður var sestur við stýrið og hljóp hún þá í bílnum en maðurinn keyrði af stað á meðan konan hékk á vinstri hlið bílsins. Hún féll svo í götuna og þjófurinn keyrði í burtu með hundinn í bílnum. Vegfarandinn fann svo hundinn en konan leitaði aðhlynningar á slysadeild.

Tæplega tvítugur karlmaður var handtekinn í Austurstræti undir morgun fyrir að stinga annan mann með hníf í kviðinn. Sá sem varð fyrir var fluttur á slysadeild en ekki er vitað um alvarleika árásarinnar. Árásarmaðurinn gistir fangageymslu.

Annar maður var fluttur á slysadeild vegna líkamsárásar en frekari upplýsingar um þá árás liggja ekki fyrir.

Þá voru tveir handteknir í Hafnarfirði eftir átök í heimahúsi. Annar mannanna var fyrst fluttur á slysadeild en báðir aðilar gista nú fangageymslur. Fíkniefni fundust á vettfangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×