„Eins og að vera kominn öld aftur í tímann“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2014 09:57 Eins og sést er vegurinn yfir Dynjandisheiði mjög holóttur og ójafn. Sturla Páll Sturluson, tollvörður á Vestfjörðum, deildi á Facebook fyrir helgi myndbandi sem hann tók af veginum yfir Dynjandisheiði. Heiðin liggur á milli Bíldudals og Ísafjarðar og tengir þannig saman suður- og norðurfirði Vestfjarða. Um malarveg er að ræða og má sjá á myndbandinu að hann er í afar slæmu ásigkomulagi, holóttur og ójafn. Í samtali við Vísi segir Sturla veginn líkari troðningum sem búnir voru til fyrir 100 árum heldur en vegi sem fólk á að nota í dag, árið 2014, til að komast á milli byggðarlaga. „Þetta er bara eins og að vera kominn öld aftur í tímann að keyra þarna. Þetta er vegur sem var lagður 1959 og hefur varla verið haldið við síðan. Þetta líkist frekar troðningum heldur en vegi,“segir Sturla. Hann segir ástandið vera sérstaklega slæmt á Dynjandisheiði og Hrafnsfjarðarheiði.Sturla Páll SturlusonErlendir ferðamenn steinhissa og óttaslegnir Sturla segir erlenda ferðamenn steinhissa á hversu slæmir vegirnir eru og þeir séu jafnvel hræddir við að keyra um Vestfirði vegna þessa. „Fyrir um þremur vikum þurfti ég að aðstoða útlendinga uppi á Hrafnsfjarðarheiði. Það var mjög slæmt skyggni þetta kvöld, þoka og ausandi rigning, og þarna á heiðinni eru engar vegstikur. Ég kem þarna keyrandi upp heiðina og sé þá þríhyrning og blikkandi ljós. Ferðamennirnir höfðu einfaldlega stoppað því þeir treystu sér ekki niður heiðina aftur vegna þess hve skyggni var slæmt og vegurinn vondur,“ segir Sturla. Fólkið ætlaði að gista í bílnum en Sturla benti þeim á að það gæti verið hættulegt vegna þess að grjóthrun er á algeng á þessu svæði. Hann bauð þeim því að koma með sér niður af heiðinni eða keyra á eftir sér og gerðu þau það. „Þau dóluðu sér þarna á eftir mér og voru mjög þakklát fyrir að komast niður af heiðinni.“ Sturla segir allt tal um samvinnu á Vestfjörðum með sameiningu opinberra starfa á borð við embætti sýslumanna og lögreglustjóra hjómið eitt þegar samgöngur á milli staða eru í ólagi. „Það þarf fyrst að laga samgöngur hér, svo getum við farið að tala um sameiningu og samvinnu. Það virðist hins vegar ekki vera mikill áhugi hjá stjórnvöldum, nú frekar en fyrri daginn, á að taka á þessum málum,“ segir Sturla að lokum. Myndbandið sem Sturla tók af veginum á Dynjandisheiði má sjá hér að neðan. Post by Sturla Páll Sturluson. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Sturla Páll Sturluson, tollvörður á Vestfjörðum, deildi á Facebook fyrir helgi myndbandi sem hann tók af veginum yfir Dynjandisheiði. Heiðin liggur á milli Bíldudals og Ísafjarðar og tengir þannig saman suður- og norðurfirði Vestfjarða. Um malarveg er að ræða og má sjá á myndbandinu að hann er í afar slæmu ásigkomulagi, holóttur og ójafn. Í samtali við Vísi segir Sturla veginn líkari troðningum sem búnir voru til fyrir 100 árum heldur en vegi sem fólk á að nota í dag, árið 2014, til að komast á milli byggðarlaga. „Þetta er bara eins og að vera kominn öld aftur í tímann að keyra þarna. Þetta er vegur sem var lagður 1959 og hefur varla verið haldið við síðan. Þetta líkist frekar troðningum heldur en vegi,“segir Sturla. Hann segir ástandið vera sérstaklega slæmt á Dynjandisheiði og Hrafnsfjarðarheiði.Sturla Páll SturlusonErlendir ferðamenn steinhissa og óttaslegnir Sturla segir erlenda ferðamenn steinhissa á hversu slæmir vegirnir eru og þeir séu jafnvel hræddir við að keyra um Vestfirði vegna þessa. „Fyrir um þremur vikum þurfti ég að aðstoða útlendinga uppi á Hrafnsfjarðarheiði. Það var mjög slæmt skyggni þetta kvöld, þoka og ausandi rigning, og þarna á heiðinni eru engar vegstikur. Ég kem þarna keyrandi upp heiðina og sé þá þríhyrning og blikkandi ljós. Ferðamennirnir höfðu einfaldlega stoppað því þeir treystu sér ekki niður heiðina aftur vegna þess hve skyggni var slæmt og vegurinn vondur,“ segir Sturla. Fólkið ætlaði að gista í bílnum en Sturla benti þeim á að það gæti verið hættulegt vegna þess að grjóthrun er á algeng á þessu svæði. Hann bauð þeim því að koma með sér niður af heiðinni eða keyra á eftir sér og gerðu þau það. „Þau dóluðu sér þarna á eftir mér og voru mjög þakklát fyrir að komast niður af heiðinni.“ Sturla segir allt tal um samvinnu á Vestfjörðum með sameiningu opinberra starfa á borð við embætti sýslumanna og lögreglustjóra hjómið eitt þegar samgöngur á milli staða eru í ólagi. „Það þarf fyrst að laga samgöngur hér, svo getum við farið að tala um sameiningu og samvinnu. Það virðist hins vegar ekki vera mikill áhugi hjá stjórnvöldum, nú frekar en fyrri daginn, á að taka á þessum málum,“ segir Sturla að lokum. Myndbandið sem Sturla tók af veginum á Dynjandisheiði má sjá hér að neðan. Post by Sturla Páll Sturluson.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira