Erlent

Tuttugu og einn lét lífið í eldsvoða í Suður-Kóreu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir/afp
Tuttugu og einn lét lífið og sjö eru alvarlega slasaðir eftir eldsvoða á sjúkrahúsi í Suður-Kóreu í gær. Tuttugu þeirra voru sjúklingar á spítalanum og einn hjúkrunarfræðingur.

Eldurinn kom upp á annarri hæð sjúkrahússins og voru þrjátíu og fimm sjúklingar á hæðinni. Sex mínútur tók að slökkva eldinn.

Upptök eldsins eru óljós að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×