Þjálfari FH: Erum ekki lagstar í gröfina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. maí 2014 11:57 Úr leik FH gegn ÍBV síðastliðið sumar. Vísir/Anton Þórður Jensson, þjálfari FH, segir að leiðin geti aðeins legið upp á við eftir 13-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í gær. „Þetta var fullkominn leikur hjá þeim. Allt sem klikkaði hjá þeim í síðasta leik [gegn Fylki] gekk upp gegn okkur og gott betur,“ sagði Þórður en Blikar höfðu gert markalaust jafntefli gegn nýliðunum úr Árbænum. „Við lögðum leikinn upp með því að spila þéttan varnarleik en það fór fljótt. Það var erfitt að rífa sig upp þegar þetta gekk svona fyrir sig,“ bætti Þórður við en FH var 8-0 undir í hálfleik. „Ég þurfti að gera tvær breytingar þá í vörninni vegna meiðsla. En annars gekk hálfleiksræðan mín út að reyna að halda sjó og gleyma fyrri hálfleiknum. Það gekk eins og það gekk.“ Þórður segir að FH-ingar hafi mætt gríðarsterku Blikaliði sem hafi verið að svara fyrir sig eftir slæma frammistöðu gegn Fylki. „Þær eru með gríðarlega gott sóknarlið en fyrstu tveir leikir Blikanna í sumar hafa ekki endurspeglað það. Nú sprungu þær út og við urðum fyrir barðinu á því.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að takast á við svona stórt tap. „Það er enginn undirbúinn fyrir svona lagað. Við getum ekkert gert nema lært af þessu og við ætlum að halda ótrauðar áfram. Við erum ekki lagstar í gröfina. Botninum hefur verið náð og eina leiðin nú er upp á við.“ FH hafði unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu - gegn Aftureldingu og ÍA. „Með fullri virðingu fyrir þeim liðum þá er heilmikill munur á þeim og liði Breiðabliks,“ segir Þórður en hann hefur ekki áhyggjur af því að munurinn á liðunum í deildinni bjóði upp á fleiri slíka stórsigra í sumar. „Ég held ekki. Ég vona að þetta sé áminning til allra liða. Það má líka benda á að í fyrra sáust svona tölur í 1. deild karla en svona tölur hafa ekki sést lengi í kvennaboltanum,“ sagði Þórður og vísaði til 16-0 sigurs Víkinga á Völsungi síðastliðið haust. „Þetta verður ekki í boði í fleiri leikjum okkar í sumar.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik niðurlægði FH með 13-0 sigri Selfoss komið á blað eftir öruggan sigur í Mosfellsbæ og Valur vann á Skaganum. 27. maí 2014 21:12 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Þórður Jensson, þjálfari FH, segir að leiðin geti aðeins legið upp á við eftir 13-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í gær. „Þetta var fullkominn leikur hjá þeim. Allt sem klikkaði hjá þeim í síðasta leik [gegn Fylki] gekk upp gegn okkur og gott betur,“ sagði Þórður en Blikar höfðu gert markalaust jafntefli gegn nýliðunum úr Árbænum. „Við lögðum leikinn upp með því að spila þéttan varnarleik en það fór fljótt. Það var erfitt að rífa sig upp þegar þetta gekk svona fyrir sig,“ bætti Þórður við en FH var 8-0 undir í hálfleik. „Ég þurfti að gera tvær breytingar þá í vörninni vegna meiðsla. En annars gekk hálfleiksræðan mín út að reyna að halda sjó og gleyma fyrri hálfleiknum. Það gekk eins og það gekk.“ Þórður segir að FH-ingar hafi mætt gríðarsterku Blikaliði sem hafi verið að svara fyrir sig eftir slæma frammistöðu gegn Fylki. „Þær eru með gríðarlega gott sóknarlið en fyrstu tveir leikir Blikanna í sumar hafa ekki endurspeglað það. Nú sprungu þær út og við urðum fyrir barðinu á því.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að takast á við svona stórt tap. „Það er enginn undirbúinn fyrir svona lagað. Við getum ekkert gert nema lært af þessu og við ætlum að halda ótrauðar áfram. Við erum ekki lagstar í gröfina. Botninum hefur verið náð og eina leiðin nú er upp á við.“ FH hafði unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu - gegn Aftureldingu og ÍA. „Með fullri virðingu fyrir þeim liðum þá er heilmikill munur á þeim og liði Breiðabliks,“ segir Þórður en hann hefur ekki áhyggjur af því að munurinn á liðunum í deildinni bjóði upp á fleiri slíka stórsigra í sumar. „Ég held ekki. Ég vona að þetta sé áminning til allra liða. Það má líka benda á að í fyrra sáust svona tölur í 1. deild karla en svona tölur hafa ekki sést lengi í kvennaboltanum,“ sagði Þórður og vísaði til 16-0 sigurs Víkinga á Völsungi síðastliðið haust. „Þetta verður ekki í boði í fleiri leikjum okkar í sumar.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik niðurlægði FH með 13-0 sigri Selfoss komið á blað eftir öruggan sigur í Mosfellsbæ og Valur vann á Skaganum. 27. maí 2014 21:12 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Breiðablik niðurlægði FH með 13-0 sigri Selfoss komið á blað eftir öruggan sigur í Mosfellsbæ og Valur vann á Skaganum. 27. maí 2014 21:12