Erlent

Hálf níræð gleðikona ekki af baki dottin

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hún hefur verið gleðikona í tæpan áratug, hún Sheila Vogel-Coupe.
Hún hefur verið gleðikona í tæpan áratug, hún Sheila Vogel-Coupe.
Hin 85 ára gamla Sheila Vogel-Coupe er ein elsta gleðikona heims. „Ég held að ég muni aldrei hætta þessu,“ segir hún í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina Channel 4. Ný þáttaröð sem hefst á morgun á stöðinni sem ber titilinn My Granny the Escort, eða Gleðikonan hún amma mín.

Sheila ákvað að gerast gleðikona árið 2004, eftir að seinni maður hennar féll frá. Hún vildi flýja einmannaleikann. Hún varð fljótt mjög stórtæk í þessari iðju, sem er gjarnan nefnd elsta iðngrein heims. Þegar best gekk var hún með tíu fasta viðskiptavini á viku. En eftir uppskurð þurfti hún að minnka við sig.

„Ég veit að ég er mjög, mjög kynþokkafull,“ segir hún og heldur áfram: „Menn hringja stundum í mig og biðja mig að segja eitthvað kynþokkafullt, því það kveikir í þeim.“

Fjölskyldan afneitað henni

Aðeins tvö barnabörn Sheilu tala við hana. Aðrir fjölskyldumeðlimir eru ósáttir við þetta val hennar á starfsvettvangi og neita að tala við hana. Sheila hefur vakið athygli breskra fjölmiðla og finnst börnum hennar það niðurlægjandi.

„Það mætti halda að ég hafi framið morð, miðað við viðbrögð þeirra. Þau báðu mig að lofa því að ég myndi hætta því að vera gleðikona. Ég sagði þeim bara að éta það sem úti frýs,“ segir hún.

Sheila komst fyrst í fjölmiðla þegar barnabarnið hennar, Katie Waissel, vakti athygli í bresku X-factor keppninni.

Elskar kynlíf

„Ég elska kynlíf, það er mikilvægasti þátturinn í þessu öllu saman. Bara að hugsa um kynlíf lætur mér líða vel,“ segir hin hálf níræða gleðikona.

„En þetta er snýst ekki bara um kynlíf. Þetta er líka ákveðinn félagsskapur. Ég er búinn að vera ein í næstum áratug og ég verð einmana.“

Í þáttunum Gleðikonan hún amma mín er einnig rætt við hina 64 ára gömlu Beverly sem – eins og Sheila – er amma. Beverly er 64 ára gömul og býður mönnum heim til sín. Hin 57 ára gamla Sophie er líka til umjföllunar í þáttunum. Þættirnir byrja á dagskrá Channel 4 á morgun. 

Hér að neðan má sjá viðtal við Sheilu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×