Erlent

Héldu upp á afmæli vopnahlésins í Kóreu

Snærós Sindradóttir skrifar
Þessi fjölmenni kór söng kóresk ættjarðarlög til heiðurs leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Un.
Þessi fjölmenni kór söng kóresk ættjarðarlög til heiðurs leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Un. Mynd/AP
Kóreustríðið 1950-53 endaði með að samið var um vopnahlé á milli Norður- og Suður-Kóreu. Í Norður-Kóreu er haldið upp á afmæli vopnahlésins með viðeigandi hætti ár hvert.

Á sunnudag var afmælinu fagnað með tiltölulega lágstemmdum hætti. Hinn ungi leiðtogi, Kim Jong Un, kom ekki opinberlega fram í tilefni dagsins.

Hermönnum stríðsins sem nú eru á áttræðis- og níræðisaldri var þó fagnað víða um land.

Í höfuðborginni Pjongjang kom fólk saman og minntist stríðsins.

Kór söng lög til heiðurs Kim Jong Un og boðið var upp á danssýningar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×