Innlent

Deiliskipulag vegna Sundhallarinnar samþykkt athugasemdalaust

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Nýja útilaugin við Sundhöllina hefur verið umdeild.
Nýja útilaugin við Sundhöllina hefur verið umdeild. Mynd/VA Arkitektar
„Nú er sól. Þá er gaman að segja frá því að deiliskipulag vegna byggingar útilaugar við Sundhöllina flaug í gegn - án einnar einustu athugasemdar,“ segir Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og oddviti Samfylkingarinnar á Facebook síðu sinni.

„Verið er að teikna laugina á grundvelli verðlaunatillögu og geta framkvæmdir hafist næsta vetu
r. Samhliða ætti að hefjast bygging nýrrar laugar í Úlfarsárdal (fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér),“ segir Dagur ennfremur.

Fréttablaðið greindir frá því í nóvember að verðlaunatillagan er ekki óumdeild en Bolli Kristinsson kaupmaður sagði tillöguna þá vera „um það bil eins og það hefðu fundist gamlar tillögur að útisundlaug og að þetta væri ein heild í þeim fallega deco-stíl sem að Sundhöllin er.“

Dagur segir gott að sólin sé að æfa sig „því útilaugin og nýju pottarnir við Sundhöllina verða í góðu sskjóli frá norðanstrengnum en böðuð í sól, þegar sólar nýtur, frá morgni til kvölds.“


Sumir nefndu tillögu Ívars Arnar Guðmundssonar fyrir Aflvaka um miðjan síðasta áratug þá leið sem hafa átt að velja fyrir viðbyggingu við Sundhöllina.Mynd/Nexus Arkitektar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×