Sigursælasti leikmaður í sögu KR er látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2014 14:30 Gunnar Guðmannsson með Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ. Vísir/Vilhelm KR-ingar kveðja í dag á heimasíðu sinni Gunnar Guðmannsson sem er sigursælasti fótboltamaðurinn í sögu félagsins. Gunnar er látinn en hann varð 84 ára gamall. „Það er með söknuði sem við KR-ingar kveðjum einn af allra bestu knattspyrnumönnum félagsins í 115 ára sögu þess," segir í fyrirsögn á greininni á KR-síðunni. Gunnar Guðmannsson, oftast kallaður Nunni, vann sér sæti í meistaraflokksliði KR aðeins sautján ára gamall og lék með liðinu á 19 næstu tímabilum eða frá 1947 til 1965. Gunnar varð alls níu sinnum Íslandsmeistari með KR, fyrst árið 1948 en síðast árið 1965. Hann varð meðal annars fyrirliði 1959-liðsins sem vann alla tíu leiki sína á Íslandsmótinu. Því hefur engu Íslandsmeistaraliði tekist síðan. Gunnar vann alls fjórtán stóra titla með KR því hann vann bikarinn einnig fimm sinnum auk þess að verða sjö sinnum Reykjavíkurmeistari. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló metið hans en enginn KR-ingur hefur spilað lengur í meistaraflokki en Nunni. Hér fyrir neðan má sjá minningarorðin um Gunnar Guðmannsson á heimasíðu KR. Sem ungur drengur í Vesturbænum vakti Nunni athygli fyrir óvenju mikla hæfileika í fótbolta. Hann hafði allt til brunns að bera, frábæra tækni, jafnvígur á hægri og vinstri, eldfljótur og kröftugur þó hann væri ekki sérlega hár í loftinu. Leikskilningur hans var góður og því var öllum ljóst að þarna fór einstakt efni, sem gæti náð langt ef ástundun og vilji væru fyrir hendi. Þar skorti ekkert á hjá Nunna. Fótboltinn átti hug hans allan. Hann æfði vel, lagði sig allan fram og setti markið hátt. Árangurinn lét ekki á sér standa. Aðeins 17 ára gamall var hann orðinn fastur maður í M-flokki KR og lék þar til 35 ára aldurs. Nunni var lengst af fyrirliði, fremstur á meðal jafningja, og það var þegjandi samkomulag innan liðsins að hann tæki öll fríspörk í nánd við mark andstæðinganna, hornspyrnur og að sjálfsögðu allar vítaspyrnur. Gengi fótboltans í KR var afar gott á þeim 19 leiktímabilum sem hann lék fyrir félagið. Nunni er örugglega sigursælasti leikmaður í sögu KR. Hann vann 9 Íslandsmeistaratitla. Bikarinn vann hann 5 sinnum og Reykjavíkurmótið 7 sinnum, auk annara smærri móta sem haldin voru á haustin áður en Bikarkeppninni var komið á fót árið 1960. Þá lék Nunni 9 landsleiki, en landsleikir voru mun færri í þá gömlu góðu daga. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga, eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló það met. Hins vegar má telja víst að enginn hefur leikið jafn mörg keppnistímabil í M-flokki KR og Nunni. KR þakkar Gunnari Guðmannssyni fyrir einstakt framlag og frábær störf í þágu félagsins og og það er von okkar allra að æskulýðs- og unglingastarfið skili okkur fleiri afreksmönnum í anda Nunna. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
KR-ingar kveðja í dag á heimasíðu sinni Gunnar Guðmannsson sem er sigursælasti fótboltamaðurinn í sögu félagsins. Gunnar er látinn en hann varð 84 ára gamall. „Það er með söknuði sem við KR-ingar kveðjum einn af allra bestu knattspyrnumönnum félagsins í 115 ára sögu þess," segir í fyrirsögn á greininni á KR-síðunni. Gunnar Guðmannsson, oftast kallaður Nunni, vann sér sæti í meistaraflokksliði KR aðeins sautján ára gamall og lék með liðinu á 19 næstu tímabilum eða frá 1947 til 1965. Gunnar varð alls níu sinnum Íslandsmeistari með KR, fyrst árið 1948 en síðast árið 1965. Hann varð meðal annars fyrirliði 1959-liðsins sem vann alla tíu leiki sína á Íslandsmótinu. Því hefur engu Íslandsmeistaraliði tekist síðan. Gunnar vann alls fjórtán stóra titla með KR því hann vann bikarinn einnig fimm sinnum auk þess að verða sjö sinnum Reykjavíkurmeistari. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló metið hans en enginn KR-ingur hefur spilað lengur í meistaraflokki en Nunni. Hér fyrir neðan má sjá minningarorðin um Gunnar Guðmannsson á heimasíðu KR. Sem ungur drengur í Vesturbænum vakti Nunni athygli fyrir óvenju mikla hæfileika í fótbolta. Hann hafði allt til brunns að bera, frábæra tækni, jafnvígur á hægri og vinstri, eldfljótur og kröftugur þó hann væri ekki sérlega hár í loftinu. Leikskilningur hans var góður og því var öllum ljóst að þarna fór einstakt efni, sem gæti náð langt ef ástundun og vilji væru fyrir hendi. Þar skorti ekkert á hjá Nunna. Fótboltinn átti hug hans allan. Hann æfði vel, lagði sig allan fram og setti markið hátt. Árangurinn lét ekki á sér standa. Aðeins 17 ára gamall var hann orðinn fastur maður í M-flokki KR og lék þar til 35 ára aldurs. Nunni var lengst af fyrirliði, fremstur á meðal jafningja, og það var þegjandi samkomulag innan liðsins að hann tæki öll fríspörk í nánd við mark andstæðinganna, hornspyrnur og að sjálfsögðu allar vítaspyrnur. Gengi fótboltans í KR var afar gott á þeim 19 leiktímabilum sem hann lék fyrir félagið. Nunni er örugglega sigursælasti leikmaður í sögu KR. Hann vann 9 Íslandsmeistaratitla. Bikarinn vann hann 5 sinnum og Reykjavíkurmótið 7 sinnum, auk annara smærri móta sem haldin voru á haustin áður en Bikarkeppninni var komið á fót árið 1960. Þá lék Nunni 9 landsleiki, en landsleikir voru mun færri í þá gömlu góðu daga. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga, eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló það met. Hins vegar má telja víst að enginn hefur leikið jafn mörg keppnistímabil í M-flokki KR og Nunni. KR þakkar Gunnari Guðmannssyni fyrir einstakt framlag og frábær störf í þágu félagsins og og það er von okkar allra að æskulýðs- og unglingastarfið skili okkur fleiri afreksmönnum í anda Nunna.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn