Erlent

Líklega sterkasti níu ára drengur í heimi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hinn níu ára gamli Giuliano Stroe frá Rúmeníu hefur vakið athygli fyrir ótrúlegan styrk miðað við aldur. Giuliano og bróðir hans Claudiu, sem er tveimur árum yngri, hafa lyft lóðum í lengri tíma þrátt fyrir ungan aldur.

Central European News greinir frá því að foreldrar bræðranna telji lífstíl sona þeirra fullkomlega heilbrigðan.

„Gagnrýnendur segja að þetta geti haft áhrif á vöxt strákanna en það eru engar sannanir fyrir því,“ segir faðirinn Lulian. Líkamsrækt sé alltaf af hinu góða að hans mati.

Nýtt myndband af Giuliano, sem birt var í gær, vekur töluverða athygli. Þar sýnir hann styrk sinn með því að standa á höndum líkt og sjá má að ofan.

Yfir níu milljónir manna hafa horft á tveggja ára gamalt myndband af bræðrunum þar sem fylgjast má með þeim, þá sjö ára og fimm ára, við æfingar. Myndbandið ásamt fleirum má sjá hér að neðan. Þá hafa á þriðja milljón manns líkað við Facebook-síðu bræðranna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×