Enski boltinn

Azpilicueta hjá Chelsea til 2019

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Azpilicueta er afar traustur leikmaður.
Azpilicueta er afar traustur leikmaður. Vísir/Getty
Spænski bakvörðurinn Cesar Azpilicueta hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Chelsea.

Azpilicueta kom til Chelsea frá Marseille í ágúst 2012 og hefur síðan þá leikið 95 leiki og skorað eitt mark fyrir Lundúnaliðið.

Azpilicueta tók stöðu vinstri bakvarðar af Ashley Cole á síðustu leiktíð og stóð sig það vel að hann var valinn leikmaður ársins af samherjum sínum.

Azpilicueta lék sinn fyrsta landsleik fyrir Spán gegn Katar í febrúar 2013. Hann hefur alls leikið átta landsleiki fyrir Spánverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×