Varnarmenn Liverpool munu ekki þurfa að glíma við Gareth Bale í leiknum gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun.
Bale er meiddur á læri og heimildir Sky herma að engar líkur séu á því að hann spili á morgun. Það sem meira er þá er tæpt að hann geti spilað stórleikinn gegn Barcelona um næstu helgi.
Bale var sagður hafa meiðst í landsleik Wales og Kýpur en hann ku hafa meiðst á æfingu á föstudag.
Fleiri leikmenn Real hafa verið að glíma við meiðsli og nægir þar að nefna menn eins og Karim Benzema, Raphael Varane og Sergio Ramos.
Bale verður ekki með gegn Liverpool
