Bókaútgefandi furðar sig á meiðyrðadómi Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2014 11:31 Gísli Már útgefandi fær ekki skilið hvernig það má vera að setningar í bókinni Valsað á milli vídda séu saknæmar. Nýlega féll dómur í meiðyrðamáli vegna ummæla sem féllu í bókinni Valsað milli vídda eftir Þórunni K. Emilsdóttur. Gísli Már Gíslason hjá Ormstungu, sem gaf bókina út, segir ekkert í bókinni sem gefur tilefni til meiðyrðamála, hvað þá sektardóms. Sakarefni sem höfundi var gefið eru grafalvarleg; tilhæfulaus áburður um barnaníð. Þórunn er dæmd fyrir setningar sem meðal annars má finna í Valsað milli vídda, auk ummæla sem féllu í kjölfarið á Facebook. Vísir greindi ítarlega frá málinu um helgina. „Mér finnst þetta skrítinn dómur, í það minnsta eins og þetta snýr við mér. Ég er hreinlega ósammála dómnum,“ segir Gísli Már. Málið er athyglisvert, hvernig sem á það er litið.Það voru þær Messíana og Oddný Eir sem höfðu frumkvæði að útgáfu bókarinnar.Hafði ekki hugmynd um hver maðurinn erÚtgefandinn útskýrir að það sem um ræðir sé bara lítið brot bókarinnar og skipti sáralitlu máli nema að hún sé að segja frá erfiðri æsku. „Að öðru leyti er þetta ekki umfjöllunarefni bókarinnar. Þetta fjallar fyrst og fremst um verk Þórunnar og tengsl við aðra heima. Hún virðist hafa hjálpað fólki.“ Það voru þær listakonur Messíana Tómasdóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir sem áttu frumkvæði að því að Gísli Már gaf bókina út, en þær bjuggu hana til prentunar. Gísli Már sjálfur leggur ekki trúnað á vals milli vídda, hann er efasemdamaður og telur að allt milli himins og jarðar eigi sér rökrænar skýringar. Frá þessu greinir Gísli Már í stuttum eftirmála við Valsað milli vídda. „Jájá, þetta er út af fyrir sig merkilegt mál. Ég get bara engan veginn lesið út úr texta bókarinnar hver gerandinn er og það hvarflaði aldrei að mér að þetta væri eitthvað nátengt henni. Ég pældi ekkert í því. Nafn mannsins heyrði ég fyrst í gærmorgun þegar ég talaði við fólk sem þekkir fjölskyldu Þórunnar. Þá kom upp fornafn mannsins. Ég sem útgefandi, og maður út í bæ, hafði ekki hugmynd um hver gerandinn átti að vera og skil ekki hvernig hægt er að dæma textann sem meiðyrði, enda hlýtur þá dómurinn að byggja á einhverju öðru,“ segir Gísli Már.Gísli Már útgefandi telur dóminn þess eðlis að hann vegi að tjáningarfrelsinu.visir/stefánEkki skáldskapur, heldur staðreyndir Útgefandinn í Ormstungu fær ekki skilið að dómurinn snúi að því sem í bókinni er, þegar hann er spurður nánar út í þær setningar sem í bókinni eru og dæmdar eru dauðar og ómerkar: „Ég held að það geti ekki komið til nema vegna tengsla við einhver önnur ummæli. Get ekki séð að þau ein og sér séu næg ástæða. Það finnst mér ekki vera rétt. Þá er nú býsna þrengt að tjáningarfrelsinu.“ Gísli Már hefur verið lengi í bókabransanum, eða í 22 ár og hann hefur aldrei lent í því að bók sem hann hefur komið að hafi ratað fyrir dómsstóla. „Þess vegna var mér mjög brugðið þegar Þórunn sagði mér frá þessu einhvern tíma í sumar þegar þessi mál fóru í gang.“ Bókspjöldin virðast ekki veita tjáningunni neina vernd sé litið til þessa dóms, en á óbeinan hátt má segja að þau vísi til marka sannleika og skáldskapar. Einhvern tíma hefur því verið haldið fram að allar ævisögur séu meira og minna lygi? „Það er skilgreiningaratriði. Á móti má kannski segja að allt tal manna sé meira og minna logið. Að minni manna sé skeikult. Ég held að Þórunn líti nú ekki á þetta sem skáldskap heldur staðreyndir. Og skrifi þetta allt eftir bestu vitund. En, ég er viss um að margt af þessu eru ekki staðreyndir eins og við köllum staðreyndir, í hennar augum en ekki mínum,“ segir Gísli Már og vísar til umfjöllunarefnisins sem eru tengsl við aðra heima.En, hvað með skáldaleyfið? „Nei, ég get ekki séð að það eigi við í þessu tilfelli. Það væri þá líka eitthvað skrítið skáldaleyfi.“Í útgáfuhófinu var troðið hús og kom þá á daginn að Þórunn K. Emilsdóttir er vinamörg og margir telja sig eiga henni mikið að þakka.Áfrýjun í spilunum Þá hljótum við að vera komin að ábyrgð útgefandans. Er hún einhver? Gísli Már getur ekki séð að svo sé, en þá með vísan til þess að hann er einfaldlega ósammála dómnum. „Ég held að það geti varla verið í þessu tilfelli. Það getur verið ef hægt er að lesa í bók alveg rakin meiðyrði, að óhrekjanlega sé rangt með farið, mannorðsmeiðingar, þá getur verið að útgefandinn sé ábyrgur. Í þessu tilfelli er það engan veginn. Ég er ósammála dómnum ef hann byggir bara á því sem er í bókinni. Er þarna er víst einnig dæmt vegna ummæla úr Facebook en ekki bókinni, það þekki ég ekki. Það sem í bókinni stendur er innan allra siðferðismarka, gersamlega. Mér er lífsins ómögulegt að sjá hvernig hægt er að dæma það sem stendur í bókinni dautt og ómerkt, ég næ því ekki. En með því að setja það í samhengi við annað... ég veit það ekki. Ég vona bara að Þórunn geti áfrýjað þessu. Ég hef heyrt utan að mér að sá möguleiki hafi verið ræddur, en hennar vegna og tjáningarfrelsisins vegna vona ég að það sé mögulegt. En, hún er ekki efnuð manneskja og það er ekki öllum kleift að standa í slíku.“Þórunn vinamörg Örfá eintök eru til af bókinni á lager Ormstungu. útgefandinn segir um stafræna prentun að ræða og Valsað milli vídda er gefin út eftir hendinni. Rúmlega 300 eintök eru seld og þetta mál hefur ekki enn orðið til að vekja athygli á bókinni. „Bókin kom út í fyrra vor. Við héldum útgáfuhóf í Mál og menningu og var lesið uppúr bókinni. Það var alveg troðfullt hús. Og þá seldust tugir bóka. Ég held að ég hafi aldrei verið með bókakynningu þar sem var svo þétt skipað. Hún virtist eiga mjög marga vini. Sennilega er þeim brugðið,“ segir Gísli Már útgefandi sem ítrekar það sjónarmið sitt að ekki hafi verið nokkur leið að átta sig á því hvern um ræðir í bókinni. „Þetta er reynsla sem margar konur virðast hafa orðið fyrir á unga aldri. Ekki hefur verið um það rætt fyrr en á síðustu árum, þá hefur komið þetta komið uppá yfirborðið, eðli máls samkvæmt áratugum seinna.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Nýlega féll dómur í meiðyrðamáli vegna ummæla sem féllu í bókinni Valsað milli vídda eftir Þórunni K. Emilsdóttur. Gísli Már Gíslason hjá Ormstungu, sem gaf bókina út, segir ekkert í bókinni sem gefur tilefni til meiðyrðamála, hvað þá sektardóms. Sakarefni sem höfundi var gefið eru grafalvarleg; tilhæfulaus áburður um barnaníð. Þórunn er dæmd fyrir setningar sem meðal annars má finna í Valsað milli vídda, auk ummæla sem féllu í kjölfarið á Facebook. Vísir greindi ítarlega frá málinu um helgina. „Mér finnst þetta skrítinn dómur, í það minnsta eins og þetta snýr við mér. Ég er hreinlega ósammála dómnum,“ segir Gísli Már. Málið er athyglisvert, hvernig sem á það er litið.Það voru þær Messíana og Oddný Eir sem höfðu frumkvæði að útgáfu bókarinnar.Hafði ekki hugmynd um hver maðurinn erÚtgefandinn útskýrir að það sem um ræðir sé bara lítið brot bókarinnar og skipti sáralitlu máli nema að hún sé að segja frá erfiðri æsku. „Að öðru leyti er þetta ekki umfjöllunarefni bókarinnar. Þetta fjallar fyrst og fremst um verk Þórunnar og tengsl við aðra heima. Hún virðist hafa hjálpað fólki.“ Það voru þær listakonur Messíana Tómasdóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir sem áttu frumkvæði að því að Gísli Már gaf bókina út, en þær bjuggu hana til prentunar. Gísli Már sjálfur leggur ekki trúnað á vals milli vídda, hann er efasemdamaður og telur að allt milli himins og jarðar eigi sér rökrænar skýringar. Frá þessu greinir Gísli Már í stuttum eftirmála við Valsað milli vídda. „Jájá, þetta er út af fyrir sig merkilegt mál. Ég get bara engan veginn lesið út úr texta bókarinnar hver gerandinn er og það hvarflaði aldrei að mér að þetta væri eitthvað nátengt henni. Ég pældi ekkert í því. Nafn mannsins heyrði ég fyrst í gærmorgun þegar ég talaði við fólk sem þekkir fjölskyldu Þórunnar. Þá kom upp fornafn mannsins. Ég sem útgefandi, og maður út í bæ, hafði ekki hugmynd um hver gerandinn átti að vera og skil ekki hvernig hægt er að dæma textann sem meiðyrði, enda hlýtur þá dómurinn að byggja á einhverju öðru,“ segir Gísli Már.Gísli Már útgefandi telur dóminn þess eðlis að hann vegi að tjáningarfrelsinu.visir/stefánEkki skáldskapur, heldur staðreyndir Útgefandinn í Ormstungu fær ekki skilið að dómurinn snúi að því sem í bókinni er, þegar hann er spurður nánar út í þær setningar sem í bókinni eru og dæmdar eru dauðar og ómerkar: „Ég held að það geti ekki komið til nema vegna tengsla við einhver önnur ummæli. Get ekki séð að þau ein og sér séu næg ástæða. Það finnst mér ekki vera rétt. Þá er nú býsna þrengt að tjáningarfrelsinu.“ Gísli Már hefur verið lengi í bókabransanum, eða í 22 ár og hann hefur aldrei lent í því að bók sem hann hefur komið að hafi ratað fyrir dómsstóla. „Þess vegna var mér mjög brugðið þegar Þórunn sagði mér frá þessu einhvern tíma í sumar þegar þessi mál fóru í gang.“ Bókspjöldin virðast ekki veita tjáningunni neina vernd sé litið til þessa dóms, en á óbeinan hátt má segja að þau vísi til marka sannleika og skáldskapar. Einhvern tíma hefur því verið haldið fram að allar ævisögur séu meira og minna lygi? „Það er skilgreiningaratriði. Á móti má kannski segja að allt tal manna sé meira og minna logið. Að minni manna sé skeikult. Ég held að Þórunn líti nú ekki á þetta sem skáldskap heldur staðreyndir. Og skrifi þetta allt eftir bestu vitund. En, ég er viss um að margt af þessu eru ekki staðreyndir eins og við köllum staðreyndir, í hennar augum en ekki mínum,“ segir Gísli Már og vísar til umfjöllunarefnisins sem eru tengsl við aðra heima.En, hvað með skáldaleyfið? „Nei, ég get ekki séð að það eigi við í þessu tilfelli. Það væri þá líka eitthvað skrítið skáldaleyfi.“Í útgáfuhófinu var troðið hús og kom þá á daginn að Þórunn K. Emilsdóttir er vinamörg og margir telja sig eiga henni mikið að þakka.Áfrýjun í spilunum Þá hljótum við að vera komin að ábyrgð útgefandans. Er hún einhver? Gísli Már getur ekki séð að svo sé, en þá með vísan til þess að hann er einfaldlega ósammála dómnum. „Ég held að það geti varla verið í þessu tilfelli. Það getur verið ef hægt er að lesa í bók alveg rakin meiðyrði, að óhrekjanlega sé rangt með farið, mannorðsmeiðingar, þá getur verið að útgefandinn sé ábyrgur. Í þessu tilfelli er það engan veginn. Ég er ósammála dómnum ef hann byggir bara á því sem er í bókinni. Er þarna er víst einnig dæmt vegna ummæla úr Facebook en ekki bókinni, það þekki ég ekki. Það sem í bókinni stendur er innan allra siðferðismarka, gersamlega. Mér er lífsins ómögulegt að sjá hvernig hægt er að dæma það sem stendur í bókinni dautt og ómerkt, ég næ því ekki. En með því að setja það í samhengi við annað... ég veit það ekki. Ég vona bara að Þórunn geti áfrýjað þessu. Ég hef heyrt utan að mér að sá möguleiki hafi verið ræddur, en hennar vegna og tjáningarfrelsisins vegna vona ég að það sé mögulegt. En, hún er ekki efnuð manneskja og það er ekki öllum kleift að standa í slíku.“Þórunn vinamörg Örfá eintök eru til af bókinni á lager Ormstungu. útgefandinn segir um stafræna prentun að ræða og Valsað milli vídda er gefin út eftir hendinni. Rúmlega 300 eintök eru seld og þetta mál hefur ekki enn orðið til að vekja athygli á bókinni. „Bókin kom út í fyrra vor. Við héldum útgáfuhóf í Mál og menningu og var lesið uppúr bókinni. Það var alveg troðfullt hús. Og þá seldust tugir bóka. Ég held að ég hafi aldrei verið með bókakynningu þar sem var svo þétt skipað. Hún virtist eiga mjög marga vini. Sennilega er þeim brugðið,“ segir Gísli Már útgefandi sem ítrekar það sjónarmið sitt að ekki hafi verið nokkur leið að átta sig á því hvern um ræðir í bókinni. „Þetta er reynsla sem margar konur virðast hafa orðið fyrir á unga aldri. Ekki hefur verið um það rætt fyrr en á síðustu árum, þá hefur komið þetta komið uppá yfirborðið, eðli máls samkvæmt áratugum seinna.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira