Erlent

Kortleggur skaddaða ljósastaura af völdum hundahlands

Atli Ísleifsson skrifar
Olsson segir marga hundaeigendur ómeðvitaða um þær skemmdir sem hundahland getur valdið ljósastaurum.
Olsson segir marga hundaeigendur ómeðvitaða um þær skemmdir sem hundahland getur valdið ljósastaurum. Vísir/Getty
Svíinn Fredrik Olsson fékk heldur óvenjulegt sumarstarf hjá borgaryfirvöldum í Karlstad þegar honum var falið að kortleggja þá ljósastaura borgarinnar sem hafa skaddast af völdum hundahlands.

Hundar sem míga á ljósastaura geta reynst sveitarfélögum dýrir og hafa yfirvöld í Karlstad nú ákveðið að halda skrá utan um skemmdirnar.

Á vef DN segir að Olsson sé nýúrskrifaður verkfræðingur sem hafi hafið störf fyrir um mánuði og vonast til að klára svokallað hland-kort borgarinnar fyrir næstu mánaðarmót.

Olsson segir ryð myndast vegna hlandsins og í sumum tilvikum myndast göt svo sjáist í leiðslur ljósastaursins. „Við sjáum líka að ljósastaurar meðfram göngustígum þar sem hundar eru algengir eru mun verr farnir en ljósastaurar á stærri vegum.“

Um 200 þúsund krónur kostar að skipta um ljósastaur og telur Olsson marga hundaeigendur vera ómeðvitaða um vandamálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×