Þúsundir fjölskyldna fá aðstoð til jólahalds Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. desember 2014 08:45 Starfskonur Mæðrastyrksnefndar undirbúa jólaúthlutun á Korputorgi. Ragnhildur Guðmundsdóttir, sem er í miðið, segir marga eiga við verulega erfiðleika að etja. fréttablaðið/gva Nokkur þúsund fjölskyldur hafa nú þegar sótt um aðstoð hjá hjálparsamtökum á höfuðborgarsvæðinu vegna hátíðahalds um jólin. Í fyrra fengu um fimm þúsund fjölskyldur svokallaða jólaaðstoð og gera samtökin ráð fyrir svipuðum fjölda nú. „Í fyrra fengu á þriðja þúsund fjölskyldur jólaaðstoð hjá okkur. Þær verða ekki færri í ár. Mér sýnist að þetta verði ívið meira en verið hefur en við erum enn að taka við umsóknum. Það bætist alltaf við síðustu dagana fyrir jól og við reynum að leysa úr því,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar er í formi matar og börn fá smágjafir, að sögn Ragnhildar. „Það eru margir sem hugsa til okkar á þessum tíma og fyrir jól koma oft stórar pakkningar af ýmiss konar gjafavöru.“ Ragnhildur tekur það fram að sér virðist samfélagið vera að breytast. „Það eru hlutir að gerast sem taka þarf föstum tökum. Það eru margir sem eiga við verulega erfiðleika að etja og eru illa í stakk búnir til að takast á við áföll.“Ásgerður Jóna flosadóttirÁsgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir umsóknir um jólaaðstoð streyma inn. „Um 1.600 til 1.700 fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi fengu sérstaka aðstoð vegna jólahátíðarinnar hjá okkur í fyrra. Nú þegar hafa borist yfir 1.300 umsóknir og þær halda áfram að streyma inn þótt síðasti umsóknardagur hafi verið síðastliðinn föstudag. Hingað hringir fólk grátandi, bæði konur og karlar. Fólk reynir fram á síðustu stundu að bjarga sér sjálft en svo sér það að það getur það ekki. Þá er gott að geta gripið fólkið og við gerum það.“ Aðstoðin sem Fjölskylduhjálp Íslands veitir er í formi jólamatar, að sögn Ásgerðar. Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn í Reykjavík hafa ákveðið að starfa saman að jólaaðstoð við efnalitlar barnafjölskyldur í borginni í ár. „Þar sem önnur hjálparsamtök eru að störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum við afmarkað okkur við barnafjölskyldur en úti á landi geta allir sótt um aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. Rúmlega 1.400 fjölskyldur fengu jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í fyrra. „Við erum ekki búin að fara yfir allar umsóknir sem borist hafa núna en það er tilfinning okkar að fjöldinn verði ekki meiri í ár. Vonandi verður hann minni.“ Hjá Hjálparstarfinu er aðstoðin í formi inneignarkorts sem hægt er að nota í matvöruverslunum. „Fólk fær kort og þarf ekki að standa í röð eftir aðstoð. Það er meiri mannvirðing í því að fólk fari að versla eins og allir aðrir,“ segir Bjarni. Jólafréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Nokkur þúsund fjölskyldur hafa nú þegar sótt um aðstoð hjá hjálparsamtökum á höfuðborgarsvæðinu vegna hátíðahalds um jólin. Í fyrra fengu um fimm þúsund fjölskyldur svokallaða jólaaðstoð og gera samtökin ráð fyrir svipuðum fjölda nú. „Í fyrra fengu á þriðja þúsund fjölskyldur jólaaðstoð hjá okkur. Þær verða ekki færri í ár. Mér sýnist að þetta verði ívið meira en verið hefur en við erum enn að taka við umsóknum. Það bætist alltaf við síðustu dagana fyrir jól og við reynum að leysa úr því,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar er í formi matar og börn fá smágjafir, að sögn Ragnhildar. „Það eru margir sem hugsa til okkar á þessum tíma og fyrir jól koma oft stórar pakkningar af ýmiss konar gjafavöru.“ Ragnhildur tekur það fram að sér virðist samfélagið vera að breytast. „Það eru hlutir að gerast sem taka þarf föstum tökum. Það eru margir sem eiga við verulega erfiðleika að etja og eru illa í stakk búnir til að takast á við áföll.“Ásgerður Jóna flosadóttirÁsgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir umsóknir um jólaaðstoð streyma inn. „Um 1.600 til 1.700 fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi fengu sérstaka aðstoð vegna jólahátíðarinnar hjá okkur í fyrra. Nú þegar hafa borist yfir 1.300 umsóknir og þær halda áfram að streyma inn þótt síðasti umsóknardagur hafi verið síðastliðinn föstudag. Hingað hringir fólk grátandi, bæði konur og karlar. Fólk reynir fram á síðustu stundu að bjarga sér sjálft en svo sér það að það getur það ekki. Þá er gott að geta gripið fólkið og við gerum það.“ Aðstoðin sem Fjölskylduhjálp Íslands veitir er í formi jólamatar, að sögn Ásgerðar. Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn í Reykjavík hafa ákveðið að starfa saman að jólaaðstoð við efnalitlar barnafjölskyldur í borginni í ár. „Þar sem önnur hjálparsamtök eru að störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum við afmarkað okkur við barnafjölskyldur en úti á landi geta allir sótt um aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. Rúmlega 1.400 fjölskyldur fengu jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í fyrra. „Við erum ekki búin að fara yfir allar umsóknir sem borist hafa núna en það er tilfinning okkar að fjöldinn verði ekki meiri í ár. Vonandi verður hann minni.“ Hjá Hjálparstarfinu er aðstoðin í formi inneignarkorts sem hægt er að nota í matvöruverslunum. „Fólk fær kort og þarf ekki að standa í röð eftir aðstoð. Það er meiri mannvirðing í því að fólk fari að versla eins og allir aðrir,“ segir Bjarni.
Jólafréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira