Fullkomnu liðin fara sjaldnast alla leið í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2014 07:00 Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fagna marki. vísir/Getty Sigurganga Real Madrid er þegar orðin söguleg á Spáni en stórstjörnuliðið á Santiago Bernabéu þarf að skrifa fleiri kafla í sögubókina ætli liðið sér að verja titilinn sinn í Meistaradeildinni. Fimm önnur lið hafa náð í fullt hús í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá því að hún var sofnuð árið 1992 en ekkert þeirra hefur unnið titilinn um vorið. Real Madrid-menn voru í sömu stöðu fyrir þremur árum og duttu þá út í vítakeppni í undanúrslitum. Spænska félagið er nú það eina sem á tvö lið sem hafa náð fullu húsi. Real Madrid fagnaði sínum 19. sigri í röð á þriðjudagskvöldið þegar liðið vann 4-0 sigur á búlgarska liðinu Ludogorets Razgrad í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Yfirburðir Real Madrid-liðsins voru algjörir, það fékk ellefu stigum meira en næsta lið og öll hin liðin voru með neikvæða markatölu.„Ég geri mér grein fyrir því að ég er með einstakan hóp leikmanna,“ sagði Carlo Ancelotti eftir sigurinn en með honum sló liðið spænska metið sem erkifjendurnir í Barcelona settu undir stjórn Franks Rijkaard tímabilið 2005 til 2006. Evrópumeistararnir þurfa fimm sigra í viðbót til að jafna heimsmet brasilíska liðsins Coritiba sem vann 24 leiki árið 2011. Félagið gæti tryggt sér annan til áður en metið fellur því framundan er Heimsmeistarakeppni félagsliða í Marokkó í þessum mánuði. „Ég er í mjög góðu sambandi við leikmenn mína. Þeir eru mér allir mjög mikilvægir og ég nota hvert tækifæri til að þakka þeim,“ sagði Carlo Ancelotti en liðið hefur nú unnið alla leiki sína síðan það tapaði 1-2 fyrir Atlético Madrid á heimavelli 13. september. „Ég vissi að ég myndi fá svar frá mínum leikmönnum en gat aldrei ímyndað mér að svar leikmannanna væri að vinna næstu nítján leiki,“ sagði Ancelotti. Real Madrid fór taplaust í gegnum tíu fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni 2011-12 (9 sigrar og 1 jafntefli) en tapaði þá fyrri undanúrslitaleiknum 2-1 á útivelli á móti Bayern München. Real vann seinni leikinn 2-1 en tapaði svo 3-1 í vítakeppni og var því úr leik. Aðeins eitt af „fullkomnu“ liðunum hefur komist lengra en AC Milan spilaði til úrslita vorið 1993 þegar sigurvegari riðilsins fór beint í úrslitaleikinn. Hvort Real Madrid komist svo langt eða jafnvel einu skrefi lengra kemur ekki í ljós fyrr en á nýju ári en það efast enginn um að það eru fá félög í heiminum sem er betur mönnuð. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá yfirlit yfir hin fimm félögin sem unnu alla leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en misstigu sig síðan á leiðinni að bikarnum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Sigurganga Real Madrid er þegar orðin söguleg á Spáni en stórstjörnuliðið á Santiago Bernabéu þarf að skrifa fleiri kafla í sögubókina ætli liðið sér að verja titilinn sinn í Meistaradeildinni. Fimm önnur lið hafa náð í fullt hús í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá því að hún var sofnuð árið 1992 en ekkert þeirra hefur unnið titilinn um vorið. Real Madrid-menn voru í sömu stöðu fyrir þremur árum og duttu þá út í vítakeppni í undanúrslitum. Spænska félagið er nú það eina sem á tvö lið sem hafa náð fullu húsi. Real Madrid fagnaði sínum 19. sigri í röð á þriðjudagskvöldið þegar liðið vann 4-0 sigur á búlgarska liðinu Ludogorets Razgrad í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Yfirburðir Real Madrid-liðsins voru algjörir, það fékk ellefu stigum meira en næsta lið og öll hin liðin voru með neikvæða markatölu.„Ég geri mér grein fyrir því að ég er með einstakan hóp leikmanna,“ sagði Carlo Ancelotti eftir sigurinn en með honum sló liðið spænska metið sem erkifjendurnir í Barcelona settu undir stjórn Franks Rijkaard tímabilið 2005 til 2006. Evrópumeistararnir þurfa fimm sigra í viðbót til að jafna heimsmet brasilíska liðsins Coritiba sem vann 24 leiki árið 2011. Félagið gæti tryggt sér annan til áður en metið fellur því framundan er Heimsmeistarakeppni félagsliða í Marokkó í þessum mánuði. „Ég er í mjög góðu sambandi við leikmenn mína. Þeir eru mér allir mjög mikilvægir og ég nota hvert tækifæri til að þakka þeim,“ sagði Carlo Ancelotti en liðið hefur nú unnið alla leiki sína síðan það tapaði 1-2 fyrir Atlético Madrid á heimavelli 13. september. „Ég vissi að ég myndi fá svar frá mínum leikmönnum en gat aldrei ímyndað mér að svar leikmannanna væri að vinna næstu nítján leiki,“ sagði Ancelotti. Real Madrid fór taplaust í gegnum tíu fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni 2011-12 (9 sigrar og 1 jafntefli) en tapaði þá fyrri undanúrslitaleiknum 2-1 á útivelli á móti Bayern München. Real vann seinni leikinn 2-1 en tapaði svo 3-1 í vítakeppni og var því úr leik. Aðeins eitt af „fullkomnu“ liðunum hefur komist lengra en AC Milan spilaði til úrslita vorið 1993 þegar sigurvegari riðilsins fór beint í úrslitaleikinn. Hvort Real Madrid komist svo langt eða jafnvel einu skrefi lengra kemur ekki í ljós fyrr en á nýju ári en það efast enginn um að það eru fá félög í heiminum sem er betur mönnuð. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá yfirlit yfir hin fimm félögin sem unnu alla leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en misstigu sig síðan á leiðinni að bikarnum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn