Rithöfundar gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum Heimir Már Pétursson skrifar 12. desember 2014 19:00 Stjórnarandstaðan fordæmdi hækkun á lægra þrepi virðisaukaskattsins við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra sagði skattkerfisbreytingarnar hins vegar stuðla að lækkun verðlags. Rithöfundar sem mættu á þingpalla gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Áður en atkvæðagreiðslan um breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu hófst á Alþingi í dag höfðu rithöfundar með táknrænum hætti raðað eintökum af ljóðabókinni NEI eftir Ara Jósefsson á tröppurnar við aðalinngang Alþingis. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka mótmæltu fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka neðra þrep virðisaukaskattsins á matvæli, bækur, tónlist og fleira. „Og ég mun segja nei við þessari tillögu, virðulegur forseti, því ég styð það ekki að hækka álögur á almenning í landinu. Og ég styð það svo sannarlega ekki að hækka verð á bókum og tónlist og ég vil nota þetta tækifæri og vara háttvirta þingmenn við, því hér er búið að færa fram varnaðarorð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þá sögðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli úr 7 prósentum í 11 kæmi verst niður á þeim sem minnst hefðu á milli handanna og minntu formann Framsóknarflokksins og þingenn flokksins á fyrri heitstrengingar í þessum efnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði frumvarpið ásamt afnámi vörugjalda færa fimm milljarða til heimilanna í landinu og breytingarnar á kerfinu væru tímabærar. Kerfið læki og fjölgun ferðamanna sýndi að það væri ekki að skila því sem það ætti að skila. Verðlag muni lækka og kaupmáttur aukast. „Það er ótrúlegt að sjá menn koma hér upp og nefna einn og tvo vöruflokka. En sjá ekki allt hitt sem er t.d. í efra þrepinu. Þetta er í efra þrepinu,“ sagði fjármálaráðherra og benti á viðinn og hljóðnemana í ræðupúltinu á Alþingi. „Fötin sem við erum í, ljósin, málningin, gólfið, teppið, þakið, grindverkið þarna uppi. Allt er þetta í efra þrepinu,“ sagði Bjarni en afnám almennra vörugjalda mun lækka margt af þessum vörum í verði. Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambandsins ásamt öðrum rithöfundum fjömenntu á þingpalla og þegar atkvæði voru greidd um um hækkun skattsins á bækur og tónlist gripu þeir fyrir augu og eyru og gengu svo út úr þinghúsinu. Hvers vegna er það svona bagalegt að virðisaukaskattur á bækur hækki um þessi prósentustig? „Þetta er afar táknræn og hugmyndafræðileg aðgerð hjá stjórnvöldum að leggja skatt á menningu með þessum hætti. Um alla Evrópu eru menn að lækka og afnema skatt á bókum til að efla læsi,“ segir Kristín Helga. Sem dæmi séu Norðmenn að afnema virðisaukaskatt á bókum vegna þess að þeir telji sig vera að verja örtungumál. „Þannig að ef norska er orðin örtunga þá er íslenska kannski leynimál,“ sagði formaður Rithöfundasambandsins. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan fordæmdi hækkun á lægra þrepi virðisaukaskattsins við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra sagði skattkerfisbreytingarnar hins vegar stuðla að lækkun verðlags. Rithöfundar sem mættu á þingpalla gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Áður en atkvæðagreiðslan um breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu hófst á Alþingi í dag höfðu rithöfundar með táknrænum hætti raðað eintökum af ljóðabókinni NEI eftir Ara Jósefsson á tröppurnar við aðalinngang Alþingis. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka mótmæltu fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka neðra þrep virðisaukaskattsins á matvæli, bækur, tónlist og fleira. „Og ég mun segja nei við þessari tillögu, virðulegur forseti, því ég styð það ekki að hækka álögur á almenning í landinu. Og ég styð það svo sannarlega ekki að hækka verð á bókum og tónlist og ég vil nota þetta tækifæri og vara háttvirta þingmenn við, því hér er búið að færa fram varnaðarorð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þá sögðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli úr 7 prósentum í 11 kæmi verst niður á þeim sem minnst hefðu á milli handanna og minntu formann Framsóknarflokksins og þingenn flokksins á fyrri heitstrengingar í þessum efnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði frumvarpið ásamt afnámi vörugjalda færa fimm milljarða til heimilanna í landinu og breytingarnar á kerfinu væru tímabærar. Kerfið læki og fjölgun ferðamanna sýndi að það væri ekki að skila því sem það ætti að skila. Verðlag muni lækka og kaupmáttur aukast. „Það er ótrúlegt að sjá menn koma hér upp og nefna einn og tvo vöruflokka. En sjá ekki allt hitt sem er t.d. í efra þrepinu. Þetta er í efra þrepinu,“ sagði fjármálaráðherra og benti á viðinn og hljóðnemana í ræðupúltinu á Alþingi. „Fötin sem við erum í, ljósin, málningin, gólfið, teppið, þakið, grindverkið þarna uppi. Allt er þetta í efra þrepinu,“ sagði Bjarni en afnám almennra vörugjalda mun lækka margt af þessum vörum í verði. Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambandsins ásamt öðrum rithöfundum fjömenntu á þingpalla og þegar atkvæði voru greidd um um hækkun skattsins á bækur og tónlist gripu þeir fyrir augu og eyru og gengu svo út úr þinghúsinu. Hvers vegna er það svona bagalegt að virðisaukaskattur á bækur hækki um þessi prósentustig? „Þetta er afar táknræn og hugmyndafræðileg aðgerð hjá stjórnvöldum að leggja skatt á menningu með þessum hætti. Um alla Evrópu eru menn að lækka og afnema skatt á bókum til að efla læsi,“ segir Kristín Helga. Sem dæmi séu Norðmenn að afnema virðisaukaskatt á bókum vegna þess að þeir telji sig vera að verja örtungumál. „Þannig að ef norska er orðin örtunga þá er íslenska kannski leynimál,“ sagði formaður Rithöfundasambandsins.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels