Enski boltinn

Leikmenn Man. Utd verða að skila símanum kvöldið fyrir leik

Nani og Danny Welbeck eru miklir símamenn. Kannski er það ástæðan fyrir því að þeir eru farnir?
Nani og Danny Welbeck eru miklir símamenn. Kannski er það ástæðan fyrir því að þeir eru farnir? vísir/getty
Hinn hollenski þjálfari Man. Utd, Louis van Gaal, er þekktur fyrir að halda uppi miklum aga og því eru leikmenn enska liðsins nú að kynnast.

Meðal reglna Hollendingsins er að leikmenn verða að skila símanum sínum til starfsmanns félagsins kvöldið fyrir leik. Menn eiga að hugsa um leikinn en ekki símann.

Leikmenn sem mæta ekki á réttum tíma í morgunmat geta gleymt því að spila leikinn um kvöldið. Á því eru engar undantekningar.

Þessar agareglur Van Gaal hafa þó ekki skilað liðinu neinu inn á vellinum enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×