Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2014 18:45 Vigdís Hauksdóttir. vísir/pjetur Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. Hún hefur boðað til fundar í fjárlaganefnd vegna skuldastöðu Ríkisútvarpsins sem getur ekki staðið í skilum á lífeyrissjóðskuldbindingum. „Langbest væri ef hægt væri að selja Rás 2 og fá þá kannski eitthvað fé inn í ríkiskassann. Allt opið í því. Nú verðum við bara að skoða sviðið lárétt því að sísti kosturinn í þessu sambandi er að dæla meira ríkisfé inn í RÚV. Ekki það frekar en aðrar stofnanir sem eru komnar fram úr eða eru að biðja um meira fjármagn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og greint hefur verið frá er Ríkisútvarpið yfir skuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Stofnunin átti ekki fyrir skuldabréfi sem var á gjalddaga í gær og var því samið um að fresta greiðslu um þrjá mánuði. „Staðan er grafalvarleg. Ég kalla eftir því hvað stjórnin var raunverulega að hugsa allan tímann. Þetta er ekkert sem kom upp í gær eða fyrradag. Þetta er örugglega búið að vera um langa hríð innan stjórnarinnar. Að sitja í stjórn fylgir ábyrgð,“ sagði Vigdís. „Þetta er agaleysi að mínu mati sem er einkennandi fyrir ríkisreksturinn undanfarna áratugi, í fleirtölu.“ Vigdís segir markmið ríkisstjórnarinnar skýrt: að skila hallalausum fjárlögum og skila afgangi 2015 og ætlar hún ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Þegar forsendur eru settar inn í fjárlög þá liggja fyrir ákveðnar upplýsingar um rekstur hverrar stofnunar. Þannig að þetta kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ sagði Vigdís. Alþingi Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. Hún hefur boðað til fundar í fjárlaganefnd vegna skuldastöðu Ríkisútvarpsins sem getur ekki staðið í skilum á lífeyrissjóðskuldbindingum. „Langbest væri ef hægt væri að selja Rás 2 og fá þá kannski eitthvað fé inn í ríkiskassann. Allt opið í því. Nú verðum við bara að skoða sviðið lárétt því að sísti kosturinn í þessu sambandi er að dæla meira ríkisfé inn í RÚV. Ekki það frekar en aðrar stofnanir sem eru komnar fram úr eða eru að biðja um meira fjármagn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og greint hefur verið frá er Ríkisútvarpið yfir skuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Stofnunin átti ekki fyrir skuldabréfi sem var á gjalddaga í gær og var því samið um að fresta greiðslu um þrjá mánuði. „Staðan er grafalvarleg. Ég kalla eftir því hvað stjórnin var raunverulega að hugsa allan tímann. Þetta er ekkert sem kom upp í gær eða fyrradag. Þetta er örugglega búið að vera um langa hríð innan stjórnarinnar. Að sitja í stjórn fylgir ábyrgð,“ sagði Vigdís. „Þetta er agaleysi að mínu mati sem er einkennandi fyrir ríkisreksturinn undanfarna áratugi, í fleirtölu.“ Vigdís segir markmið ríkisstjórnarinnar skýrt: að skila hallalausum fjárlögum og skila afgangi 2015 og ætlar hún ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Þegar forsendur eru settar inn í fjárlög þá liggja fyrir ákveðnar upplýsingar um rekstur hverrar stofnunar. Þannig að þetta kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ sagði Vigdís.
Alþingi Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30
Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06
Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36
Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01